Jakob Örn Sigurðarson var í mikilli sigurvímu þegar Vísir náði tali af honum rétt eftir leik.
„Ég var ekki hræddur," sagði Jakob en KR vann Grindavík aðeins með einu stigi í oddaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, 84-83. „Þeir komu til baka og áttu séns á að taka lokaskotið. Vörnin okkar hélt. Við höfum sýnt það í allan vetur að við erum með góða vörn."
KR var með yfirhöndina strax frá því að Jakob skoraði fyrstu þrjú stig KR í leiknum. „Það er bara erfitt að ætla að stinga Grindavík af. Þetta eru tvö mjög jöfn lið og það sýndi sig að þetta eru tvö bestu liðin á Íslandi í dag."
Áður en Jakob var hrifsaður í burtu sagði hann upplifun sína af tímabilinu í vetur. Hún var einföld. „Þetta er bara búið að vera ótrúlega skemmtilegur vetur. Hrikalega skemmtilegt."
Jakob: Ótrúlega skemmtilegur vetur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti


Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn