Manchester United hefur nú formlega áfrýjað rauða spjaldinu sem Darren Fletcher fékk að líta í meistaradeildarleiknum gegn Arsenal í vikunni.
David Taylor, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu, gaf það í skyn í máli sínu í morgun að mögulega gæti United fengið sambandið til að endurskoða ákvörðunina ef það setti fram formlega athugasemd.
United-menn biðu ekki boðanna og hafa nú áfrýjað, enda hefur Sir Alex Ferguson látið í veðri vaka að Fletcher hefði fengið að spila úrslitaleikinn ef hann hefði ekki verið rekinn af velli. Hann verður í banni í úrslitunum ef spjaldið stendur.