Stelpurnar töpuðu gegn Dönum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. mars 2009 15:17 Margrét Lára er í byrjunarliðinu í dag. Mynd/Anton Ísland leikur við Kína um fimmta sætið á Algarve Cup. Það varð ljóst eftir 2-0 tap fyrir Dönum í dag. Leikurinn fer fram á miðvikudag. Lýsing af leiknum má sjá hér að neðan en hún er byggð á upplýsingum frá KSÍ. 16.49: Danir ekki fjarri því að skora þriðja markið en María varði vel eins og áður í leiknum. Þrem mínútum fyrir leikslok fóru Margrét Lára og Erna af velli og inn komu Hallbera Gísladóttir og Ásta Árnadóttir. Ísland sótt nokkuð undir lokin en án árangurs. 16.43: Íslenska liðið neitar að gefast upp þó svo það sé tveimur mörkum undir. Ólína átti fína rispu upp kantinn en ekkert kom út úr því. Fanndís átti svo fína rispu og ágæta fyrirgjöf á Hörpu sem hitti boltann illa. Sif Atladóttir kom síðan inn á fyrir Ólínu átta mínútum fyrir leikslok. 16.37: Margrét Lára komst í þokkalegt færi á 72. mínútu en skot hennar var ekki nógu gott. Fanndís Friðriksdóttir kom af bekknum mínútu síðar og er þar með að spila sinn fyrsta A-landsleik. Hún leysti Dóru Maríu af hólmi. 16.29: Danir komnir í 2-0 og útlitið um að komast í bronsleikinn ekki gott. María varði vel úr færi en Danir náðu frákastinu og skoruðu. Íslenska liðið samt verið sterkari aðilinn en nú þurfa stelpurnar að skora. 16.22: Mikið að gerast í leiknum. Rakel átti skalla á 55. mínútu og fimm mínútum síðar fengu Danir algjört dauðafæri en María varði vel í horn. Danir skölluðu yfir úr horninu. Hólmfríður Magnúsdóttir fór af velli á 61. mínútu og í hennar stað kom Harpa Þorsteinsdóttir. 16.10: Allt annað að sjá til íslenska liðsins í síðari hálfleik. Stelpurnar miklu ákveðnari en í þeim fyrri. 16.07: Síðari hálfleikur hafinn. Ein breyting á liði Íslands en Erla Steina Arnardóttir kemur inn fyrir Dóru Stefánsdóttur. 15.55: Hálfleikur og Danir leiða með einu marki og það sanngjarnt. Íslenska liðið ekki eins kraftmikið og í síðustu leikjum. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari þarf því að hvetja stelpurnar til dáða í hálfleiknum. 15.42: 0-1 fyrir Danmörku. Danir taka forystuna eftir 36. mínútna leik. Markið kom úr skyndisókn eftir að Margrét Lára hafði viljað fá aukaspyrnu á hinum enda vallarins. 15.36: Besta færi Íslands í leiknum kom eftir hálftíma. Dóra María átti þá skot eftir góðan samleik við Margréti Láru en skotið fór í hliðarnetið. Hólmfríður átti ágætt skot mínútu síðar sem sigldi framhjá markinu. Stelpurnar eru aðeins að vakna til lífsins. 15.32: Danir hafa í tvígang viljað fá vítaspyrnu í leiknum en ekki fengið. Danska liðið á miðjuna í leiknum og íslenska liðið kemst lítt áleiðis. 15.28: Bandaríkjamenn eru komnir yfir gegn Norðmönnum í hinum leik riðilsins. Norðmenn ekki staðið undir væntingum á mótinu. 15.24: Danir byrjar leikinn betur, hafa skapað sér nokkur færi en María hefur gripið vel inn í. Aðstæður eru mjög fínar og betra veður en hefur verið síðustu daga. Byrjunarlið Íslands: María B. Ágústsdóttir, Erna B. Sigurðardóttir, Ólína G. Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Rakel Hönnudóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir. Þrjár breytingar eru á byrjunarliði Íslands frá síðasta leik. María kemur í markið fyrir Guðbjörgu. Erna og Rakel koma inn fyrir Sif Atladóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur sem eru meiddar. Bein lýsing KSÍ. Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Sjá meira
Ísland leikur við Kína um fimmta sætið á Algarve Cup. Það varð ljóst eftir 2-0 tap fyrir Dönum í dag. Leikurinn fer fram á miðvikudag. Lýsing af leiknum má sjá hér að neðan en hún er byggð á upplýsingum frá KSÍ. 16.49: Danir ekki fjarri því að skora þriðja markið en María varði vel eins og áður í leiknum. Þrem mínútum fyrir leikslok fóru Margrét Lára og Erna af velli og inn komu Hallbera Gísladóttir og Ásta Árnadóttir. Ísland sótt nokkuð undir lokin en án árangurs. 16.43: Íslenska liðið neitar að gefast upp þó svo það sé tveimur mörkum undir. Ólína átti fína rispu upp kantinn en ekkert kom út úr því. Fanndís átti svo fína rispu og ágæta fyrirgjöf á Hörpu sem hitti boltann illa. Sif Atladóttir kom síðan inn á fyrir Ólínu átta mínútum fyrir leikslok. 16.37: Margrét Lára komst í þokkalegt færi á 72. mínútu en skot hennar var ekki nógu gott. Fanndís Friðriksdóttir kom af bekknum mínútu síðar og er þar með að spila sinn fyrsta A-landsleik. Hún leysti Dóru Maríu af hólmi. 16.29: Danir komnir í 2-0 og útlitið um að komast í bronsleikinn ekki gott. María varði vel úr færi en Danir náðu frákastinu og skoruðu. Íslenska liðið samt verið sterkari aðilinn en nú þurfa stelpurnar að skora. 16.22: Mikið að gerast í leiknum. Rakel átti skalla á 55. mínútu og fimm mínútum síðar fengu Danir algjört dauðafæri en María varði vel í horn. Danir skölluðu yfir úr horninu. Hólmfríður Magnúsdóttir fór af velli á 61. mínútu og í hennar stað kom Harpa Þorsteinsdóttir. 16.10: Allt annað að sjá til íslenska liðsins í síðari hálfleik. Stelpurnar miklu ákveðnari en í þeim fyrri. 16.07: Síðari hálfleikur hafinn. Ein breyting á liði Íslands en Erla Steina Arnardóttir kemur inn fyrir Dóru Stefánsdóttur. 15.55: Hálfleikur og Danir leiða með einu marki og það sanngjarnt. Íslenska liðið ekki eins kraftmikið og í síðustu leikjum. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari þarf því að hvetja stelpurnar til dáða í hálfleiknum. 15.42: 0-1 fyrir Danmörku. Danir taka forystuna eftir 36. mínútna leik. Markið kom úr skyndisókn eftir að Margrét Lára hafði viljað fá aukaspyrnu á hinum enda vallarins. 15.36: Besta færi Íslands í leiknum kom eftir hálftíma. Dóra María átti þá skot eftir góðan samleik við Margréti Láru en skotið fór í hliðarnetið. Hólmfríður átti ágætt skot mínútu síðar sem sigldi framhjá markinu. Stelpurnar eru aðeins að vakna til lífsins. 15.32: Danir hafa í tvígang viljað fá vítaspyrnu í leiknum en ekki fengið. Danska liðið á miðjuna í leiknum og íslenska liðið kemst lítt áleiðis. 15.28: Bandaríkjamenn eru komnir yfir gegn Norðmönnum í hinum leik riðilsins. Norðmenn ekki staðið undir væntingum á mótinu. 15.24: Danir byrjar leikinn betur, hafa skapað sér nokkur færi en María hefur gripið vel inn í. Aðstæður eru mjög fínar og betra veður en hefur verið síðustu daga. Byrjunarlið Íslands: María B. Ágústsdóttir, Erna B. Sigurðardóttir, Ólína G. Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Rakel Hönnudóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir. Þrjár breytingar eru á byrjunarliði Íslands frá síðasta leik. María kemur í markið fyrir Guðbjörgu. Erna og Rakel koma inn fyrir Sif Atladóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur sem eru meiddar. Bein lýsing KSÍ.
Íslenski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti