Fótbolti

Benzema: Mætum ensku liði í úrslitaleiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lassana Diarra og Karim Benzema fagna marki í leik með Real Madrid.
Lassana Diarra og Karim Benzema fagna marki í leik með Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, telur að félagið muni mæta ensku liði í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor.

Real Madrid hefur gengið illa að komast lengra en í 16-liða úrslit keppninnar undanfarin ár. Liðið hefur fallið úr leik í 16-liða úrslitunum hvert ár síðan 2004.

En Benzema telur að Real muni nú komast alla leið í úrslitaleikinn og spáir því liðið muni þar annað hvort mæta Chelsea eða Manchester United.

„Það er erfitt að spá fyrir um þetta því þetta mun ráðast af því hvaða lið dragast saman í fjórðungsúrslitunum," er haft eftir Benzema á Sky Sports.

„En ég tel líklegra nú að við mætum ensku félagi í úrslitunum frekar en Barceloan eða Inter. En þetta getur allt breyst og við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist í apríl."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×