Haukar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild kvenna með sigri á KR í kvöld.
Deildarmeistararnir hafa unnið tvo leiki gegn einum í úrslitaeinvíginu gegn KR. Fjórði leikurinn fer fram í Vesturbænum í kvöld klukkan 19.15 og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi.
KR vann fyrsta leikinn 52-61 á útivelli en Haukar unnu svo tvo leiki í röð og leiða því einvígið 2-1. Síðasti leikur liðanna fór í framlengingu og má búast við baráttu upp á líf og dauða í kvöld.
Vinni Haukar í kvöld verður það þriðji titill þeirra á fjórum árum.