Pálmi Freyr Sigurgeirsson hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR eftir fjögur ár í Vesturbænum. Hann heldur á kunnuglegar slóðir og hefur samið við Snæfell í Stykkishólmi en hann lék með liðinu um síðustu aldamót.
Alls skrifuðu fjórir íslenskir leikmenn undir samninga við karlaliðs Snæfells í gær en þetta kemur fram á karfan.is. Sveinn Arnar Davíðsson kemur frá Skallagrími en hann er uppalinn Snæfellingur. Þá hefur liðið fengið tvo unga leikmenn, Emil Þór Jóhannsson 21. árs frá Breiðabliki og Pál Fannar Helgason tvítugan leikmann frá KR.
Þá fékk meistaraflokkur kvenna hjá Snæfelli einnig leikmann, Rósu Indriðadóttur, en hún er unnusta Sveins Arnars.