Sænski framherjinn og hrokagikkurinn Zlatan Ibrahimovic verður áfram hjá ítölsku meisturunum í Inter þótt að mörg stórlið hafi sýnt markahæsta leikmanni ítölsku deildarinnar áhuga. Það er þó eitt sem breytist hjá Zlatan því hann spilar ekki lengur í treyju númer átta.
Zlatan hefur fengið treyju númer 10 þar sem Brasilíumaðurinn Adriano hefur yfirgefið Inter. Zlatan hefur ofast spilað í tíunni á sínum ferli þar á meðal með sænska landsliðinu.
Í viðtali við sænska sjónvarpið spurði fréttmaðurinn hvort Zlatan hafi fengið tíuna hjá Inter. Zlatan var þá hálf móðgaður og svaraði: „Ég fékk ekki tíuna, ég tók hana," sagði kappinn ekki alveg hrokalaust.
Fyrstu leikir Zlatan Ibrahimovic í nýju númeri verða á World Football Challenge í Los Angeles í Bandaríkjunum í næstu viku þar sem liðið spilar við Club America, Chelsea og AC Milan.
Zlatan Ibrahimovic skoraði 57 mörk í 88 leikjum í áttunni undanfarin þrjú tímabil og nú er að sjá hver tölfræðin hans verður þegar hann er kominn í sitt uppáhaldsnúmer.