Allt í fári 9. júní 2009 06:00 Þeir segja sumir að við plummum okkur best í fári, einhverjum djöfulgangi þegar allar hendur eru kallaðar á dekk og hver maður dreginn í aðgerð. Þetta er vitaskuld erfðabundinn fjandi fólki sem varð að vinna í törnum og hamaðist í kappi við tímann: þurrkurinn var úti, sól farin bak við ský, vindátt að breytast. Hvort sem það var hey á velli, kös á bryggju, það varð að koma heyjum í hús, fiski í salt, fé af fjalli. Lífsafkoman var undir því komin að unnið væri hratt og allir hjálpuðust að. Svo mátti dóla sér við rólegri verkefni vetrarlangt. Vefa, prjóna sokkaplögg, annað smálegt. Við erum hrotufólk. Nú reynist tíminn ekki nægur, veturinn hefur ekki dugað okkur til, hvorki til ráðagerða né úrlausna. Og við sem töldum okkur geta tekið törnina á fjármálalíf heimsins, grætt reiðinnar býsn á skömmum tíma, verðum nú að taka okkur tíma til að fatta það sem öllum átti víst að vera ljóst í haust. Að því okkur er sagt. Og það er sama hvað hver segir: háum sem lágum virðist ekki hafa skilist hver raunveruleg staða þjóðarbúsins er. Og nú rifja menn upp ársgamlar tölur úr landsfrægum milliuppgjörum bankanna og vantar stórt uppá: er nema von að menn spyrji upp á amerísku: Where is the money - hvert fóru peningarnir? Getur ekki einhver klár endurskoðandi úr endurskoðunum bankanna svarað því? Og nú endasnýst allt í hausnum á fólki. Besservisserar standa upp öskrandi og þykjast þess fullvissir að þeirra taktík hefði virkað. Hinir, pólitíkusar og embættismenn, okkar fólk, ver aðgerðir sínar og segir nauðvörnina vera einu leiðina í málinu. En nauðvarnir eru það sjaldnast, nánast aldrei. Og í nauðvörn, rétt eins og þegar bjarga þarf heyjum eða landafla, er hættast við að hey spillist í atganginum og afli fari forgörðum, úldni í haugum. Það er eins og við séum að lifa slíkt núna. Síðustu sólarhringar eru dapurlegur tími snemmsumars þegar tíðin ætti að vera ljúfust. Og enn bætist á vantrú á stjórnmálamönnum, embættismönnum, fólki úr fjármálalífinu. Og tiltrúin á hreppnum, þessu aflagða gamla norræna fyrirbæri sem við lögðum af fyrir fáum árum, en er hér enn í óeiginlegri merkingu, virðist gleymd: hreppurinn sem annast þá sem verða heylausir, matarlitlir og geta ekki björg sér veitt. Þá er hollt að muna að enginn er eyland - sjálfum sér nógur - öll erum við hluti meginlandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Þeir segja sumir að við plummum okkur best í fári, einhverjum djöfulgangi þegar allar hendur eru kallaðar á dekk og hver maður dreginn í aðgerð. Þetta er vitaskuld erfðabundinn fjandi fólki sem varð að vinna í törnum og hamaðist í kappi við tímann: þurrkurinn var úti, sól farin bak við ský, vindátt að breytast. Hvort sem það var hey á velli, kös á bryggju, það varð að koma heyjum í hús, fiski í salt, fé af fjalli. Lífsafkoman var undir því komin að unnið væri hratt og allir hjálpuðust að. Svo mátti dóla sér við rólegri verkefni vetrarlangt. Vefa, prjóna sokkaplögg, annað smálegt. Við erum hrotufólk. Nú reynist tíminn ekki nægur, veturinn hefur ekki dugað okkur til, hvorki til ráðagerða né úrlausna. Og við sem töldum okkur geta tekið törnina á fjármálalíf heimsins, grætt reiðinnar býsn á skömmum tíma, verðum nú að taka okkur tíma til að fatta það sem öllum átti víst að vera ljóst í haust. Að því okkur er sagt. Og það er sama hvað hver segir: háum sem lágum virðist ekki hafa skilist hver raunveruleg staða þjóðarbúsins er. Og nú rifja menn upp ársgamlar tölur úr landsfrægum milliuppgjörum bankanna og vantar stórt uppá: er nema von að menn spyrji upp á amerísku: Where is the money - hvert fóru peningarnir? Getur ekki einhver klár endurskoðandi úr endurskoðunum bankanna svarað því? Og nú endasnýst allt í hausnum á fólki. Besservisserar standa upp öskrandi og þykjast þess fullvissir að þeirra taktík hefði virkað. Hinir, pólitíkusar og embættismenn, okkar fólk, ver aðgerðir sínar og segir nauðvörnina vera einu leiðina í málinu. En nauðvarnir eru það sjaldnast, nánast aldrei. Og í nauðvörn, rétt eins og þegar bjarga þarf heyjum eða landafla, er hættast við að hey spillist í atganginum og afli fari forgörðum, úldni í haugum. Það er eins og við séum að lifa slíkt núna. Síðustu sólarhringar eru dapurlegur tími snemmsumars þegar tíðin ætti að vera ljúfust. Og enn bætist á vantrú á stjórnmálamönnum, embættismönnum, fólki úr fjármálalífinu. Og tiltrúin á hreppnum, þessu aflagða gamla norræna fyrirbæri sem við lögðum af fyrir fáum árum, en er hér enn í óeiginlegri merkingu, virðist gleymd: hreppurinn sem annast þá sem verða heylausir, matarlitlir og geta ekki björg sér veitt. Þá er hollt að muna að enginn er eyland - sjálfum sér nógur - öll erum við hluti meginlandsins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun