Ráðstefnan á íslenskum stól 10. desember 2009 04:15 Hönnunargripurinn íslenski stendur í röðum í ráðstefnusalnum. Hann var valinn með tilliti til útlits, þæginda, verðs og þess hve umhverfisvænn hann þykir.Nordicphotos / afp Íslenskur stóll eftir Erlu Sólveigu Gísladóttur er það húsgagn sem hvað mest ber á í blöðum og fréttatímum um heim allan um þessar mundir. Vel á þriðja þúsund eintaka af stólnum, sem kallast Bessi, prýða nefnilega ráðstefnusalinn þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn. „Það var mjög gaman að sjá hann þarna,“ segir Erla Sólveig, sem hannaði stólinn fyrir um sex árum. Stólarnir í Bella Center-ráðstefnuhöllinni eru framleiddir í Danmörku, en Bessinn er einnig framleiddur á Íslandi og í Bandaríkjunum. Danski framleiðandinn ákvað að bjóða í uppsetningu húsgagna í ráðstefnuhöllinni í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar. „Allir danskir húsgagnaframleiðendur fengu að bjóða í þetta. Stóllinn var margprófaður og síðan eftir margra mánaða streð var hann valinn,“ segir Erla Sólveig. Samkeppnin hafi verið afar hörð og eðlilega margir sem bitust um samning um sölu á vel á þriðja þúsund hönnunargripum. Stóllinn var upphaflega með trésetu og trébaki á stálgrind en í fyrra var byrjað að framleiða hann með plastbaki og -setu. Ráðstefnustólarnir eru úr plasti með bólstraðri setu. „Hann er svolítið kameljón, hann getur litið mjög misjafnlega út eftir efnisvali og hvort þú bólstrar setuna eða bakið eða bara annaðhvort,“ segir Erla. Erla telur að þessi eiginleiki hafi haft mikið að segja þegar kom að valinu í ráðstefnusalinn. „Þeir seldu hann þannig – af því að þetta er nú loftslagsráðstefna – að hann væri umhverfisvænn, vegna þess að það væri ódýrt að skipta til dæmis bakinu út fyrir trébak sem er dýrara. Þá er ekki allur stóllinn ónýtur.“ Erla hefur ekki nákvæma tölu á stólunum í salnum, né því hversu stóran samning var um að ræða. „En þetta hjálpar auðvitað eitthvað,“ segir hún. Stóllinn er víðar en bara í Kaupmannahöfn, til dæmis má sjá hann í Alþingisskálanum og Viðeyjarstofu, auk þess sem hægt er að kaupa hann hjá Sóló-húsgögnum á Íslandi og í Epal. En hvaðan kemur nafnið? „Það er nú það. Bessastöðum? Eitthvað varð gripurinn að heita og þetta nafn er líka þjált á dönsku,“ segir Erla.stigur@frettabladid.id Loftslagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Íslenskur stóll eftir Erlu Sólveigu Gísladóttur er það húsgagn sem hvað mest ber á í blöðum og fréttatímum um heim allan um þessar mundir. Vel á þriðja þúsund eintaka af stólnum, sem kallast Bessi, prýða nefnilega ráðstefnusalinn þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Kaupmannahöfn. „Það var mjög gaman að sjá hann þarna,“ segir Erla Sólveig, sem hannaði stólinn fyrir um sex árum. Stólarnir í Bella Center-ráðstefnuhöllinni eru framleiddir í Danmörku, en Bessinn er einnig framleiddur á Íslandi og í Bandaríkjunum. Danski framleiðandinn ákvað að bjóða í uppsetningu húsgagna í ráðstefnuhöllinni í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar. „Allir danskir húsgagnaframleiðendur fengu að bjóða í þetta. Stóllinn var margprófaður og síðan eftir margra mánaða streð var hann valinn,“ segir Erla Sólveig. Samkeppnin hafi verið afar hörð og eðlilega margir sem bitust um samning um sölu á vel á þriðja þúsund hönnunargripum. Stóllinn var upphaflega með trésetu og trébaki á stálgrind en í fyrra var byrjað að framleiða hann með plastbaki og -setu. Ráðstefnustólarnir eru úr plasti með bólstraðri setu. „Hann er svolítið kameljón, hann getur litið mjög misjafnlega út eftir efnisvali og hvort þú bólstrar setuna eða bakið eða bara annaðhvort,“ segir Erla. Erla telur að þessi eiginleiki hafi haft mikið að segja þegar kom að valinu í ráðstefnusalinn. „Þeir seldu hann þannig – af því að þetta er nú loftslagsráðstefna – að hann væri umhverfisvænn, vegna þess að það væri ódýrt að skipta til dæmis bakinu út fyrir trébak sem er dýrara. Þá er ekki allur stóllinn ónýtur.“ Erla hefur ekki nákvæma tölu á stólunum í salnum, né því hversu stóran samning var um að ræða. „En þetta hjálpar auðvitað eitthvað,“ segir hún. Stóllinn er víðar en bara í Kaupmannahöfn, til dæmis má sjá hann í Alþingisskálanum og Viðeyjarstofu, auk þess sem hægt er að kaupa hann hjá Sóló-húsgögnum á Íslandi og í Epal. En hvaðan kemur nafnið? „Það er nú það. Bessastöðum? Eitthvað varð gripurinn að heita og þetta nafn er líka þjált á dönsku,“ segir Erla.stigur@frettabladid.id
Loftslagsmál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira