Marcos Senna verður ekki með Villareal í seinni leiknum gegn Arsenal í Meistaradeildinni á miðvikudaginn.
Þetta er mikið áfall fyrir Villareal enda er Senna lykilmaður í liðinu. Hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafnteflinu gegn Arsenal.
Hann fór meiddur af velli á 80. mínútu í 2-0 sigrinum gegn Malaga í gær vegna tognunar, en ekki er enn ljóst nákvæmlega hversu lengi hann verður frá.