NBA í nótt: Boston vann toppslaginn í Austrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2009 11:00 LeBron James og Ray Allen ræða við einn dómara leiksins í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston vann í nótt sigur á Cleveland á heimavelli, 105-94, í toppslag Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland er þó enn í toppsætinu þrátt fyrir tapið. Þessi barátta gæti skipt gríðarmiklu máli enda ekki ólíklegt að þessi tvö lið mætast í úrslitum Austurdeildarinnar nú í vor. Þá gæti heimavallarrétturinn reynst dýrmætur en sem stendur er Cleveland með betri árangur. Það má reyndar ekki miklu muna en Cleveland er með örlítið betra sigurhlutfall - hefur unnið 48 af 61 en Boston 49 af 63. Boston hefur nú unnið tvo af þremur innbyrðisviðureignum liðanna en liðin eiga eftir að mætast einu sinni enn - á heimavelli Cleveland. Síðan að Boston byrjaði að tefla þeim Paul Pierce, Ray Allen og Kevin Garnett saman fram hefur hvorugt lið unnið hitt á útivelli. Þessi lið mættust í úrslitum Austudeildarinnar í fyrra og þá vann Boston sem var þá með heimavallarréttinn. Pierce var með 29 stig í leiknum, varamaðurinn Leon Powe 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston en Garnett var ekki með liðinu í nótt. Hann hefur misst af síðustu sjö leikjum liðsins vegna hnémeiðsla. Mo Williams var með 26 stig fyrir Cleveland og LeBron James 21 sem hefur oft spilað betur. Hann hitti aðeins úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli. Miami vann Toronto, 108-102, þar sem Dwyane Wade fór á kostum. Hann var með 42 stig og hefur nú skorað meira en 40 stig í fjórum af síðustu sjö leikjum sínum - þar af hefur hann einu sinni skorað meira en 50 stig. Hann hitti úr alls 17 af 23 skotum sínum utan af velli. Hann hefur nú skorað 35,8 stig að meðaltali í leik síðan að deildin fór í frí um stjörnuleikshelgina. Miami mætir Cleveland á útivelli í kvöld og verður afar athyglisvert að fylgjast með þeim félögum Wade og LeBron James á vellinum. Þessi lið mættust síðast á mánudaginn og þá vann Cleveland þar sem James var með 42 stig en Wade 41. Orlando vann New Jersey, 105-102. Dwight Howard var með 26 stig og fimmtán fráköst. Detroit vann Golden State, 108-91. Richard Hamilton var með 22 stig en þetta var fjórði sigur Detroit í röð. Charlotte vann Atlanta, 98-91. Gerald Wallace var með 21 stig en þetta var fimmti sigur Charlotte í röð sem er metjöfnun hjá félaginu. Houston vann Phoenix, 116-112. Aaron Brooks skoraði 30 stig og setti þar með persónulegt met. Hann skorað sigurkörfuna í leiknum með því að keyra upp að körfunni fram hjá sjálfum Shaquille O'Neal. Chicago vann Milwaukee, 117-102. Ben Gordon var með 34 stig og Chicago kom sér með sigrinum upp í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Utah vann Denver, 97-91, þar sem Deron Williams skoraði 25 stig, þar af tólf í þriðja leikhluta. Utah var á kafla nítján stigum undir í leiknum en vann að lokum sinn tíunda sigur í röð. LA Lakers vann Minnesota, 110-90. Kobe Bryant var með 23 stig og Pau Gasol 21 fyrir Lakers sem varð þar með fyrsta liðið í NBA-deildinni til að ná 50 sigurleikjum á tímabilinu. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Boston vann í nótt sigur á Cleveland á heimavelli, 105-94, í toppslag Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland er þó enn í toppsætinu þrátt fyrir tapið. Þessi barátta gæti skipt gríðarmiklu máli enda ekki ólíklegt að þessi tvö lið mætast í úrslitum Austurdeildarinnar nú í vor. Þá gæti heimavallarrétturinn reynst dýrmætur en sem stendur er Cleveland með betri árangur. Það má reyndar ekki miklu muna en Cleveland er með örlítið betra sigurhlutfall - hefur unnið 48 af 61 en Boston 49 af 63. Boston hefur nú unnið tvo af þremur innbyrðisviðureignum liðanna en liðin eiga eftir að mætast einu sinni enn - á heimavelli Cleveland. Síðan að Boston byrjaði að tefla þeim Paul Pierce, Ray Allen og Kevin Garnett saman fram hefur hvorugt lið unnið hitt á útivelli. Þessi lið mættust í úrslitum Austudeildarinnar í fyrra og þá vann Boston sem var þá með heimavallarréttinn. Pierce var með 29 stig í leiknum, varamaðurinn Leon Powe 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston en Garnett var ekki með liðinu í nótt. Hann hefur misst af síðustu sjö leikjum liðsins vegna hnémeiðsla. Mo Williams var með 26 stig fyrir Cleveland og LeBron James 21 sem hefur oft spilað betur. Hann hitti aðeins úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli. Miami vann Toronto, 108-102, þar sem Dwyane Wade fór á kostum. Hann var með 42 stig og hefur nú skorað meira en 40 stig í fjórum af síðustu sjö leikjum sínum - þar af hefur hann einu sinni skorað meira en 50 stig. Hann hitti úr alls 17 af 23 skotum sínum utan af velli. Hann hefur nú skorað 35,8 stig að meðaltali í leik síðan að deildin fór í frí um stjörnuleikshelgina. Miami mætir Cleveland á útivelli í kvöld og verður afar athyglisvert að fylgjast með þeim félögum Wade og LeBron James á vellinum. Þessi lið mættust síðast á mánudaginn og þá vann Cleveland þar sem James var með 42 stig en Wade 41. Orlando vann New Jersey, 105-102. Dwight Howard var með 26 stig og fimmtán fráköst. Detroit vann Golden State, 108-91. Richard Hamilton var með 22 stig en þetta var fjórði sigur Detroit í röð. Charlotte vann Atlanta, 98-91. Gerald Wallace var með 21 stig en þetta var fimmti sigur Charlotte í röð sem er metjöfnun hjá félaginu. Houston vann Phoenix, 116-112. Aaron Brooks skoraði 30 stig og setti þar með persónulegt met. Hann skorað sigurkörfuna í leiknum með því að keyra upp að körfunni fram hjá sjálfum Shaquille O'Neal. Chicago vann Milwaukee, 117-102. Ben Gordon var með 34 stig og Chicago kom sér með sigrinum upp í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Utah vann Denver, 97-91, þar sem Deron Williams skoraði 25 stig, þar af tólf í þriðja leikhluta. Utah var á kafla nítján stigum undir í leiknum en vann að lokum sinn tíunda sigur í röð. LA Lakers vann Minnesota, 110-90. Kobe Bryant var með 23 stig og Pau Gasol 21 fyrir Lakers sem varð þar með fyrsta liðið í NBA-deildinni til að ná 50 sigurleikjum á tímabilinu. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira