Mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að fresta leik Snæfells og Hauka í Iceland Express deild kvenna vegna slæmrar veðurspár fyrir kvöldið en það er spáð stormi norðvestan- og vestanlands fram á nótt.
Leikurinn fer ekki fram fyrr en eftir viku þar sem íþróttahúsið í Stykkishólmi er upptekið á morgun fyrir karlaleik Snæfells og Njarðvíkur í Iceland Expressdeildnni og að Haukakonur eiga að keppa í Subwaybikarnum á móti Val á laugardag.
Nýr leiktími leiks Snæfells og Hauka er því miðvikudaginn 9.desember klukkan 19:15.
Ekki spilað í Stykkishólmi í kvöld vegna veðurs
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
