Fótbolti

Vonarglæta fyrir Fletcher

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fletcher fær hér að líta rauða spjaldið.
Fletcher fær hér að líta rauða spjaldið. Nordic Photos / Getty Images

David Taylor, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Evrópu, hefur gefið í skyn að svo gæti vel farið að rauða spjaldið sem Darren Fletcher fékk í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verði dregið til baka.

Fletcher, leikmaður Manchester United, fékk að sjá rautt í síðari undanúrslitaviðureign liðsins við Arsenal nú í vikunni. Dómurinn þótti afar strangur.

Fletcher og Taylor eru báðir Skotar og sagði sá síðarnefndi í samtali við fréttastofu BBC að ef kvörtun myndi berast frá United myndi henni sennilega vera vísað til aganefndar sambandsins.

„Þeir myndu skoða málið og sjá hvort forsendur væru fyrir hendi að víkja frá hefðbundnum starfsreglum," sagðiu Taylor.

Fletcher var ónotaður varamaður er United og Chelsea mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fyrra.

Taylor bætti þó við að líklegasta niðurstaðan væri þó að rauða spjaldið myndi standa. „Ég verð að leggja áherslu á að undir venjulegum kringumstæðum er ekki hægt að snúa svona málum við."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×