Fótbolti

Hiddink: Vorum hugrakkir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guus Hiddink á hliðarlínunni í kvöld.
Guus Hiddink á hliðarlínunni í kvöld. Nordic Photos / AFP

Guus Hiddink var afar ánægður með frammistöðu sinna manna í Chelsea sem náðu markalausu jafntefli í Barcelona í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meisataradeildar Evrópu í kvöld.

„Barcelona spilar fallega knattspyrnu og mikilvægur hluti af þeirra spilamennsku er að halda boltanum innan liðsins," sagði Hiddink.

„Það eina sem þeim tókst ekki var að finna markið og mér fannst Petr Cech sinna varnarvinnunni afar vel."

„Þeir náðu ekki að skapa sér góð færi og við vorum svolítið óheppnir þegar að Didier Drogba náði ekki að skora í fyrri hálfleik. En við verðum að viðurkenna að þeir voru hættulegri. Við vorum hugrakkir."

„Við vitum að þetta er eina liðið í heiminum sem getur fært sér augnablikseinbeitingarleysi um leið í nyt og mér fannst strákarnir standa sig virkilega vel."

Það vakti athygli þegar að Hiddink ákvað að taka Frank Lampard af velli þegar um 20 mínútur voru til leiksloka.

„Viðhorf leikmanna er mjög gott þegar þess gerist þörf. Jafnvel mikilvægir leikmenn eins og Frank þurfa að fara af velli þegar breytinga er þörf á leikskipulagi."

„Það er viðtekið sjónarmið og frábært að vera með leikmenn með rétt hugarfar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×