Nene leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni Arnar Björnsson skrifar 18. september 2009 11:00 Nene í leik með Monakó. Nordic photos/AFP Brasilíumaðurinn Nene sem skoraði seinna mark Monakó um helgina í 2-0 sigrinum á Paris St. Germain hefur ekki alltaf baðað sig í sviðsljósinu. Þessi örvfætti leikmaður lék með Palmeiras og Santos í Brasilíu áður en hann freistaði gæfunnar á Spáni. Hann skoraði 2 mörk í 29 leikjum með Mallorca en eftir eina leiktíð fór hann til Alaves. Þar stóð hann sig vel, skoraði 21 mark í 79 leikjum. Þegar Alaves féll úr 1. deild lá leiðin til Celta Vigo. Þar gekk hvorki né rak og Celta féll úr deildinni. Monakó Þurfti ekki að borga hjá fjárhæð fyrir Brasilíumanninn og Nene stóð sig mjög vel með franska liðinu, skoraði 5 mörk í 28 leikjum og átti sinn þátt í að Monakó hélt sæti sínu í deildinni. Fyrrverandi þjálfari Monakó, Brasilíumaðurinn Ricardo Gomez, hafði ekki mikla trú á Nene og samþykkti að hann færi til Espanol á Spáni sem lánsmaður í eitt ár. Espanol átti kauprétt á Brassanum en félagið ákvað að nýta hann ekki. Nene lék þó 34 leiki á síðustu leiktíð og skoraði 4 mörk. Nene eða Anderson Luis de Carvalho, eins og hann heitir fullu nafni, er sem nýr maður eftir að hafa snúið aftur úr láninu á Spáni. Hann er búinn að skora 3 mörk í 5 fyrstu leikjunum með Monakó og var valinn besti leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni. Nene er alsæll með lífið og tilveruna hjá Monakó undir stjórn nýja þjálfarans, Guy Lacombe. Sjálfur segir Nene í viðtali að hann iði í skinninu eftir því að spila og ekki spillir það gleðinni að Monaco hefur keypt tvo sterka leikmenn; Mathieu Coutadeur og Eið Smára Gudjohnsen. Svo er að sjá hvort Nene eigi eftir að blómstra enn meira á þessari leiktíð við hliðina á ljóshærða íslenska víkingnum. Erlendar Fótbolti Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira
Brasilíumaðurinn Nene sem skoraði seinna mark Monakó um helgina í 2-0 sigrinum á Paris St. Germain hefur ekki alltaf baðað sig í sviðsljósinu. Þessi örvfætti leikmaður lék með Palmeiras og Santos í Brasilíu áður en hann freistaði gæfunnar á Spáni. Hann skoraði 2 mörk í 29 leikjum með Mallorca en eftir eina leiktíð fór hann til Alaves. Þar stóð hann sig vel, skoraði 21 mark í 79 leikjum. Þegar Alaves féll úr 1. deild lá leiðin til Celta Vigo. Þar gekk hvorki né rak og Celta féll úr deildinni. Monakó Þurfti ekki að borga hjá fjárhæð fyrir Brasilíumanninn og Nene stóð sig mjög vel með franska liðinu, skoraði 5 mörk í 28 leikjum og átti sinn þátt í að Monakó hélt sæti sínu í deildinni. Fyrrverandi þjálfari Monakó, Brasilíumaðurinn Ricardo Gomez, hafði ekki mikla trú á Nene og samþykkti að hann færi til Espanol á Spáni sem lánsmaður í eitt ár. Espanol átti kauprétt á Brassanum en félagið ákvað að nýta hann ekki. Nene lék þó 34 leiki á síðustu leiktíð og skoraði 4 mörk. Nene eða Anderson Luis de Carvalho, eins og hann heitir fullu nafni, er sem nýr maður eftir að hafa snúið aftur úr láninu á Spáni. Hann er búinn að skora 3 mörk í 5 fyrstu leikjunum með Monakó og var valinn besti leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni. Nene er alsæll með lífið og tilveruna hjá Monakó undir stjórn nýja þjálfarans, Guy Lacombe. Sjálfur segir Nene í viðtali að hann iði í skinninu eftir því að spila og ekki spillir það gleðinni að Monaco hefur keypt tvo sterka leikmenn; Mathieu Coutadeur og Eið Smára Gudjohnsen. Svo er að sjá hvort Nene eigi eftir að blómstra enn meira á þessari leiktíð við hliðina á ljóshærða íslenska víkingnum.
Erlendar Fótbolti Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira