Úr vörn í sókn! Þráinn Bertelsson skrifar 25. september 2009 06:00 Aldrei á minni lífsfæddri ævi hefur mér fundist Ísland eiga jafnbágt og núna. Sundrung ríkir og óvissa og kvíði nagar þjóðarsálina. Verðbólgan fer hamförum. Kaldhömruð verðtrygging þjakar okkur eins og martröð. Við höfum enga framtíðarsýn nema hvað við ætlum að borga Bretum og Hollendingum morð fjár fyrir Icesave-hryllinginn fram til ársins 2024 og jafnvel lengur. Og við ætlum möglunarlaust að kyngja hryðjuverkalögunum sem stjórn Gordons Brown fannst við hæfi að setja á okkur heittelskuð Natósystkini sín. Í staðinn fyrir að dansa hugsunarlaust kringum gullkálfinn hafa ráðvilltir stjórnmálamenn breytt um takt og skuldbundið okkur til að dansa eftir pípu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ófyrirsjáanlega framtíð. Sá vangadans getur orðið okkur dýrkeyptari áður en lýkur heldur en vímudansinn kringum gullkálfinn. Enn þá halda menn dauðahaldi í dýrustu tískubólu nútímans: Blinda trú á hagfræðinga, lagatækna og sérfræðinga. Í ofsaskelfingu hafa jafnvel þeir sem áttu enga sök á hruninu gripið til þess ráðs að hætta að treysta heilbrigðri skynsemi og trúa á hagfræðinga í staðinn. Hallelújasöfnuður frjálshyggjunnarAllra síst er nokkur glóra í að trúa að sá hallelújasöfnuður frjálshyggjunnar sem kallar sig Alþjóðagjaldeyrissjóðinn muni bjarga okkur frá okkur sjálfum. Þetta bandaríska einkafyrirtæki er ekki góðgerðarstofnun eins og dæmin sanna og staða okkar gagnvart honum er staða lambsins gegn sauðfjárbónda. Eftir réttir. Við ringulreið og ráðleysi bætist svo að það eina sem landsforeldrarnir Jóhanna og Steingrímur lofa er að niðurskurðarhnífnum verði beitt ótt og títt á næstunni og við skorin út úr vandræðunum af mikilli fimi með því að skera niður það sem við eigum verðmætast og gerir samfélag okkar eftirsóknarvert svo sem heilbrigðis- og menntakerfi. Okkur er í stuttu máli boðið upp á undirlægjuhátt við Breta og Hollendinga, þjónkun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, niðurskurð á innviðum þjóðfélagsins, áframhaldandi verðtryggingu og blinda trú á að hagfræðingar muni bjarga okkur með trúarhita sínum og súrrealískum spádómum. Og höfundur vitlausustu peningamálastefnu allra tíma hefur verið gerður að seðlabankastjóra. Auglýst eftir framtíðarsýn og samfélagssáttmálaVið erum á villigötum. Rammvillt og stefnum í vitlausa átt. Til að ráða bót á sundrungunni, óvissunni og kvíðanum vantar okkur samstöðu um skýr markmið. Okkur vantar samfélagssáttmála þar sem við heitum hvert öðru jöfnuði og réttlæti, veikum skjóli og aðhlynningu, börnum okkur öryggi og góðri menntun og hinum eldri áhyggjulausri elli og góðum aðbúnaði. Óljós draumur um norrænt velferðarsamfélag einhvern tímann og einhvern veginn er ekki samfélagssáttmáli og í besta falli óljós framtíðarsýn. Við segjumst vera sjálfstæð þjóð. Af hverju liggjum við þá á hnjánum fyrir Bretum og Hollendingum? Af hverju liggjum við þá á fjórum fótum fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nú þegar hefur sýnt okkur þvílíkan dónaskap að starfsmenn hans ættu að hafa verið gerðir landrækir allir með tölu? Af hverju hugsum við bara um að bjarga bönkum og fjármálastofnunum úr rústunum eftir hrunið? Hvar er skjaldborgin um heimilin? Hvar er skilningurinn á því að undirstöðueining þjóðfélagsins er manneskja en ekki fyrirtæki? Karl eða kona. Ekki krónupeningur. Stöndum í lappirnar!Hvernig væri að reyna að standa í lappirnar? Treysta á okkur sjálf en ekki að jólasveinar komi okkur til bjargar með fangið fullt af gjöfum á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins? Hvernig væri að standa saman og sýna sjálfum okkur og umheiminum að við erum sjálfstæð þjóð í frjálsu landi? Standa saman um að byggja upp nýtt og betra íslenskt þjóðfélag en það sem frjálshyggjufíflin lögðu í rúst? Hvernig væri að snúa vörn í sókn; sjálfsvorkunn í sjálfstraust, sundrungu í samstöðu, kvíða í tilhlökkun? Hvernig væri að hirða landið okkar aftur úr höndum erlendra stofnana og innlendra skilanefnda og fela það aftur í hendur heilbrigðri skynsemi? Hvernig væri að við hættum að hegða okkur eins og hagfræðilega heilaþvegin hænsnahjörð og færum aftur að hegða okkur eins og vitiborin þjóð? Helst áður en Sjálfstæðisflokkurinn fer yfir 50% í skoðanakönnunum til að setja þjóðina á hausinn. Aftur. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Aldrei á minni lífsfæddri ævi hefur mér fundist Ísland eiga jafnbágt og núna. Sundrung ríkir og óvissa og kvíði nagar þjóðarsálina. Verðbólgan fer hamförum. Kaldhömruð verðtrygging þjakar okkur eins og martröð. Við höfum enga framtíðarsýn nema hvað við ætlum að borga Bretum og Hollendingum morð fjár fyrir Icesave-hryllinginn fram til ársins 2024 og jafnvel lengur. Og við ætlum möglunarlaust að kyngja hryðjuverkalögunum sem stjórn Gordons Brown fannst við hæfi að setja á okkur heittelskuð Natósystkini sín. Í staðinn fyrir að dansa hugsunarlaust kringum gullkálfinn hafa ráðvilltir stjórnmálamenn breytt um takt og skuldbundið okkur til að dansa eftir pípu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ófyrirsjáanlega framtíð. Sá vangadans getur orðið okkur dýrkeyptari áður en lýkur heldur en vímudansinn kringum gullkálfinn. Enn þá halda menn dauðahaldi í dýrustu tískubólu nútímans: Blinda trú á hagfræðinga, lagatækna og sérfræðinga. Í ofsaskelfingu hafa jafnvel þeir sem áttu enga sök á hruninu gripið til þess ráðs að hætta að treysta heilbrigðri skynsemi og trúa á hagfræðinga í staðinn. Hallelújasöfnuður frjálshyggjunnarAllra síst er nokkur glóra í að trúa að sá hallelújasöfnuður frjálshyggjunnar sem kallar sig Alþjóðagjaldeyrissjóðinn muni bjarga okkur frá okkur sjálfum. Þetta bandaríska einkafyrirtæki er ekki góðgerðarstofnun eins og dæmin sanna og staða okkar gagnvart honum er staða lambsins gegn sauðfjárbónda. Eftir réttir. Við ringulreið og ráðleysi bætist svo að það eina sem landsforeldrarnir Jóhanna og Steingrímur lofa er að niðurskurðarhnífnum verði beitt ótt og títt á næstunni og við skorin út úr vandræðunum af mikilli fimi með því að skera niður það sem við eigum verðmætast og gerir samfélag okkar eftirsóknarvert svo sem heilbrigðis- og menntakerfi. Okkur er í stuttu máli boðið upp á undirlægjuhátt við Breta og Hollendinga, þjónkun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, niðurskurð á innviðum þjóðfélagsins, áframhaldandi verðtryggingu og blinda trú á að hagfræðingar muni bjarga okkur með trúarhita sínum og súrrealískum spádómum. Og höfundur vitlausustu peningamálastefnu allra tíma hefur verið gerður að seðlabankastjóra. Auglýst eftir framtíðarsýn og samfélagssáttmálaVið erum á villigötum. Rammvillt og stefnum í vitlausa átt. Til að ráða bót á sundrungunni, óvissunni og kvíðanum vantar okkur samstöðu um skýr markmið. Okkur vantar samfélagssáttmála þar sem við heitum hvert öðru jöfnuði og réttlæti, veikum skjóli og aðhlynningu, börnum okkur öryggi og góðri menntun og hinum eldri áhyggjulausri elli og góðum aðbúnaði. Óljós draumur um norrænt velferðarsamfélag einhvern tímann og einhvern veginn er ekki samfélagssáttmáli og í besta falli óljós framtíðarsýn. Við segjumst vera sjálfstæð þjóð. Af hverju liggjum við þá á hnjánum fyrir Bretum og Hollendingum? Af hverju liggjum við þá á fjórum fótum fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nú þegar hefur sýnt okkur þvílíkan dónaskap að starfsmenn hans ættu að hafa verið gerðir landrækir allir með tölu? Af hverju hugsum við bara um að bjarga bönkum og fjármálastofnunum úr rústunum eftir hrunið? Hvar er skjaldborgin um heimilin? Hvar er skilningurinn á því að undirstöðueining þjóðfélagsins er manneskja en ekki fyrirtæki? Karl eða kona. Ekki krónupeningur. Stöndum í lappirnar!Hvernig væri að reyna að standa í lappirnar? Treysta á okkur sjálf en ekki að jólasveinar komi okkur til bjargar með fangið fullt af gjöfum á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins? Hvernig væri að standa saman og sýna sjálfum okkur og umheiminum að við erum sjálfstæð þjóð í frjálsu landi? Standa saman um að byggja upp nýtt og betra íslenskt þjóðfélag en það sem frjálshyggjufíflin lögðu í rúst? Hvernig væri að snúa vörn í sókn; sjálfsvorkunn í sjálfstraust, sundrungu í samstöðu, kvíða í tilhlökkun? Hvernig væri að hirða landið okkar aftur úr höndum erlendra stofnana og innlendra skilanefnda og fela það aftur í hendur heilbrigðri skynsemi? Hvernig væri að við hættum að hegða okkur eins og hagfræðilega heilaþvegin hænsnahjörð og færum aftur að hegða okkur eins og vitiborin þjóð? Helst áður en Sjálfstæðisflokkurinn fer yfir 50% í skoðanakönnunum til að setja þjóðina á hausinn. Aftur. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar