Arsenal áfram eftir vítaspyrnukeppni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2009 22:09 Leikmenn Arsenal fagna hér Almunia. Nordic Photos/Getty Images Arsenal tryggði sér síðasta sætið í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig enda þurfti bæði framlengingu og vítaspyrnukeppni til. Juan skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Arsenal og því varð að framlengja. Framlengingin var í daufari kantinum, ekkert skorað og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var Króatinn Eduardo sem tók fyrsta vítið. Hinn ungi framherji nýkominn til baka undir mikilli pressu og hann lét Doni verja frá sér. David Pizarro tók fyrsta víti Roma og hann skoraði örugglega fram hjá Almunia sem þó fór í rétt horn. 1-0 í vítakeppninni. Þá var komið að Robin Van Persie fyrir Arsenal. Hann sendi Doni í vitlaust horn og skoraði örugglega. 1-1. Mirko Vucinic steig þá upp fyrir Roma en glórulaust víti hans fór beint í fæturnar á Almunia. 1-1. Theo Walcott tók næstu spyrnu Arsenal og hann skoraði með naumindum enda fór boltinn í gegnum fingur Donis. 1-2. Julio Baptista var næstur í röðinni og skoraði af miklu öryggi. 2-2. Þá var komið að Samir Nasri sem var í engum vandræðum með að skora. 2-3. Vicenzo Montella kom af bekknum til að taka víti og hann skoraði af miklu öryggi. 3-3. Það var því mikil pressa á Denilson sem tók fimmta víti Arsenal. Hann bugaðist ekki of skoraði af öryggi. 3-4. Almunia gat því komið Arsenal áfram með því að verja frá Francesco Totti. Það gerði hann ekki því Totti skoraði af öryggi og vítakeppnin fór því í bráðabana. 4-4. Kolo Toure tók næstu spyrnu og skoraði af öryggi. 4-5. Aquilani jafnaði af öryggi fyrir Roma. 5-5. Bacary Sagna hélt Arsenal á lífi með öruggu víti. 5-6. Þá kom John Arne Riise á punktinn og hann skoraði með föstu skoti. 6-6. Áttundu spyrnu Arsenal tók Abou Diaby. Hann skoraði líka örugglega. 6-7. Max Tonetto tók næst spyrnu Roma en skaut hátt yfir og Arsenal því komið áfram. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Arsenal tryggði sér síðasta sætið í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig enda þurfti bæði framlengingu og vítaspyrnukeppni til. Juan skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Arsenal og því varð að framlengja. Framlengingin var í daufari kantinum, ekkert skorað og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var Króatinn Eduardo sem tók fyrsta vítið. Hinn ungi framherji nýkominn til baka undir mikilli pressu og hann lét Doni verja frá sér. David Pizarro tók fyrsta víti Roma og hann skoraði örugglega fram hjá Almunia sem þó fór í rétt horn. 1-0 í vítakeppninni. Þá var komið að Robin Van Persie fyrir Arsenal. Hann sendi Doni í vitlaust horn og skoraði örugglega. 1-1. Mirko Vucinic steig þá upp fyrir Roma en glórulaust víti hans fór beint í fæturnar á Almunia. 1-1. Theo Walcott tók næstu spyrnu Arsenal og hann skoraði með naumindum enda fór boltinn í gegnum fingur Donis. 1-2. Julio Baptista var næstur í röðinni og skoraði af miklu öryggi. 2-2. Þá var komið að Samir Nasri sem var í engum vandræðum með að skora. 2-3. Vicenzo Montella kom af bekknum til að taka víti og hann skoraði af miklu öryggi. 3-3. Það var því mikil pressa á Denilson sem tók fimmta víti Arsenal. Hann bugaðist ekki of skoraði af öryggi. 3-4. Almunia gat því komið Arsenal áfram með því að verja frá Francesco Totti. Það gerði hann ekki því Totti skoraði af öryggi og vítakeppnin fór því í bráðabana. 4-4. Kolo Toure tók næstu spyrnu og skoraði af öryggi. 4-5. Aquilani jafnaði af öryggi fyrir Roma. 5-5. Bacary Sagna hélt Arsenal á lífi með öruggu víti. 5-6. Þá kom John Arne Riise á punktinn og hann skoraði með föstu skoti. 6-6. Áttundu spyrnu Arsenal tók Abou Diaby. Hann skoraði líka örugglega. 6-7. Max Tonetto tók næst spyrnu Roma en skaut hátt yfir og Arsenal því komið áfram.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira