Körfubolti

Hildur: Það komu allar tilbúnar í þennan leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, var einbeitt í kvöld.
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR, var einbeitt í kvöld. Mynd/Valli

„Þetta var mjög mikilvægur sigur sem kemur okkur vonandi á sporið aftur. Það var vörnin sem klikkaði í bikartapinu á móti Hamar og núna vorum við að spila klassavörn," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR eftir 70-55 sigur KR á Keflavík í Iceland Express deild kvenna í kvöld.

„Sparkið sem við fengum fyrir tíu dögum og vitandi það að við erum að fara inn í langt jólafrí það gerði það að verkum að það komu allar tilbúnar í þennan leik. Við erum að fara inn í langt jólafrí og það er flott að fara inn í það með svona stórsigur. Við getum aðeins andað léttar," sagði Hildur.

Hildur var ánægð með þá Hörð gauta Gunnarsson og Finn Frey Stefánsson sem stjórnuðu liðinu í forföllum Benedikts Guðmundssonar.



Við tökum breytingum greinilega vel. Það var gaman að hafa þá. Við þekkjum þá mjög vel og þeir okkur. Benni var búinn að leggja allt upp mjög vel. Við héldum bara áfram að spila það sem Benni hefur verið að setja upp fyrir okkur," sagði Hildur.

„Ég var fyrst að ná því að æfa á fullum krafti í þessari viku. Þetta var mjög slæmur tímapunktur til þess að meiðast í baki. Ég var hálf máttlaus á þessum tíma. Í kvöld var ég ekki að finna fyrir þessu sem er flott," sagði Hildur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×