Þættir sem skipta máli Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 23. nóvember 2010 05:00 Þann 27. nóvember n.k. verður kosið til Stjórnlagaþings og vil ég hvetja allt kosningabært fólk til þess að kjósa þá einstaklinga sem það treystir til þess að vinna að heilindum fyrir þjóðina alla. Stjórnlagaþing er veigamikið verkefni og þess vegna skal vanda valið. Almenningur vill og á að hafa áhrif, en til að það geti orðið þarf fólk að taka þátt í kosningum. Það getur verið erfitt að þurfa að velja 25 einstaklinga úr rúmlega 500 einstaklinga hópi svo ég hef tekið saman þá þætti sem mér finnst skipta máli að Stjórnlagaþing taki til umfjöllunar. Í fyrsta lagi þurfa undirstöður stjórnskipulagsins að byggja á lýðræðisfyrirkomulagi og mannréttindi eiga að vera sem leiðiþráður afdráttarlaust í gegnum allt stjórnskipulagið. Stjórnarskrá lýðveldisins á að vera samfélagssáttmáli þjóðar sem lýsir því hvernig valdhafar fara með umboð sitt. Skipting ríkisvaldsins á að vera þrískipt og skýr, þannig að skýrari ákvæði verði sett, m.a. um vald dreifingu þess, og skyldur. Auka skal sjálfstæði löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Að mínu mati er æskilegt að Stjórnlagaþingið taki til endurskoðunar forsætisembættið í heild sinni. Forseti á fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar. Ennfremur á stjórnarskrá lýðveldisins á að tryggja sjálfstæði dómstóla, auka þarf og virkja skal eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins. Stuðla skal að persónukjöri að því gefnu að tryggt verði jafnræði, að allir landshlutar hafi eðlilegan málsvara á Alþingi. Þjóðin á að geta komið að ákvarðanatöku með þjóðaratkvæðagreiðslum, nýta skal hverja þá tækni sem í boði er á hverjum tíma. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Þannig að hver valdaþáttur í hinu þrískipta ríkisvaldi hefur eftirlit með hinum. Auðlindir eiga að vera í þjóðareigu og ekki aðeins að nafninu til heldur á þjóðin að njóta góðs af auðlindum landsins. Að lokum vil ég nefna að þar sem tilgangur Þjóðfundar, sem haldinn var 6. nóvember s.l. var fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, finnst mér eðlilegt að Stjórnlagaþing fylgi þeim sjónarmiðum í hvívetna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Þann 27. nóvember n.k. verður kosið til Stjórnlagaþings og vil ég hvetja allt kosningabært fólk til þess að kjósa þá einstaklinga sem það treystir til þess að vinna að heilindum fyrir þjóðina alla. Stjórnlagaþing er veigamikið verkefni og þess vegna skal vanda valið. Almenningur vill og á að hafa áhrif, en til að það geti orðið þarf fólk að taka þátt í kosningum. Það getur verið erfitt að þurfa að velja 25 einstaklinga úr rúmlega 500 einstaklinga hópi svo ég hef tekið saman þá þætti sem mér finnst skipta máli að Stjórnlagaþing taki til umfjöllunar. Í fyrsta lagi þurfa undirstöður stjórnskipulagsins að byggja á lýðræðisfyrirkomulagi og mannréttindi eiga að vera sem leiðiþráður afdráttarlaust í gegnum allt stjórnskipulagið. Stjórnarskrá lýðveldisins á að vera samfélagssáttmáli þjóðar sem lýsir því hvernig valdhafar fara með umboð sitt. Skipting ríkisvaldsins á að vera þrískipt og skýr, þannig að skýrari ákvæði verði sett, m.a. um vald dreifingu þess, og skyldur. Auka skal sjálfstæði löggjafarvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Að mínu mati er æskilegt að Stjórnlagaþingið taki til endurskoðunar forsætisembættið í heild sinni. Forseti á fyrst og fremst að vera fulltrúi og sameiningartákn þjóðar sinnar. Ennfremur á stjórnarskrá lýðveldisins á að tryggja sjálfstæði dómstóla, auka þarf og virkja skal eftirlit með handhöfum ríkisvaldsins. Stuðla skal að persónukjöri að því gefnu að tryggt verði jafnræði, að allir landshlutar hafi eðlilegan málsvara á Alþingi. Þjóðin á að geta komið að ákvarðanatöku með þjóðaratkvæðagreiðslum, nýta skal hverja þá tækni sem í boði er á hverjum tíma. Hvert það vald sem ríkisvaldið ræður yfir, þarf eftirlits við. Einstaka ráðherrar eiga ekki að geta tekið sér vald án umboðs Alþingis. Þannig að hver valdaþáttur í hinu þrískipta ríkisvaldi hefur eftirlit með hinum. Auðlindir eiga að vera í þjóðareigu og ekki aðeins að nafninu til heldur á þjóðin að njóta góðs af auðlindum landsins. Að lokum vil ég nefna að þar sem tilgangur Þjóðfundar, sem haldinn var 6. nóvember s.l. var fyrst og fremst að kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, finnst mér eðlilegt að Stjórnlagaþing fylgi þeim sjónarmiðum í hvívetna.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar