KR tryggði sér í kvöld titilinn meistararar meistaranna er KR lagði Hauka, 72-58. Leikurinn fór fram í Stykkishólmi.
Margrét Kara Sturludóttir var stigahæst hjá KR í leiknum með 25 stig. Hún tók einnig 10 fráköst. Guðrún Gróa Þórsteinsdóttir kom þar á eftir með 14 stig.
Ragna Brynjarsdóttir var atkvæðamest í liði Hauka með 16 stig og 17 fráköst.