Órækt í hugsun Gauti Kristmannsson skrifar 19. nóvember 2010 07:15 Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og gjaldkeri Heimssýnar, lætur svo lítið að hafa nokkur orð í Morgunblaðið 4. nóvember sl. um athuganir mínar á þeim áhrifum á íslenska tungu sem innganga í Evrópusambandið hefði. Hann beitir í greinarkorni sínu þeim kunnuglegu brögðum sem sjá má hjá mönnum sem sjást ekkert fyrir þegar þeir vilja afflytja mál annarra. Þau eru hér einkum hálfsannleikur, óvinahatur og sögufölsun. Hann segir að nú þegar eyði þjóðin „umtalsverðu fé til þýðinga á regluverki EES" og að ég bendi á að „sú vinna öll og kostnaður margfaldast við inngöngu í ESB". Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það. Næsta fullyrðing er afbragðsgóð: „Og jafnt þó enginn lesi þýðingar þessar mun þýðingastarfið hafa áhrif á íslensku þar sem samhliða þýðingum munu skriffinnar margskonar starfa við að orðtaka regluverk þessi, yfirfara og kynna nýyrði og talsmáta sem þar verður til og svo mætti lengi telja." Hvernig skriffinnarnir fara að því að gera þetta án þess að lesa þýðingarnar veit ég ekki, en kannski er það þannig sem Bjarni starfar sjálfur við að afla sér upplýsinga. Mig grunar það þegar ég les næstu setningar þar sem hann fullyrðir að „danski kansellístíllinn hafi komist mjög nærri því að eyðileggja íslenskt ritmál" og að það hafi síðan verið „æviverk Fjölnismanna að snúa ofan af þeim ósköpum". Þessi afgreiðsla á lærdómsöld Íslendinga, ritmáli manna eins Hallgríms Péturssonar, fjölda rímnaskálda, Jóns Vídalíns, Jóns Indíafara, Þorleifs Halldórssonar og Eggerts Ólafssonar, svo aðeins nokkrir séu nefndir, finnst mér bera vott um fágæta fáfræði um 17. og 18. öld og ritmál þess tíma. Margir af þessum mönnum voru ekki aðeins alþýðumenn heldur einnig hálærðir og fluttu inn menningu og menntir frá Evrópu, engu síður en Fjölnismenn sem sjálfir voru afkastamiklir þýðendur, einkum þó Jónas Hallgrímsson. Óvinurinn í líki stofnanamálsins sem Bjarni stillir upp andspænis „kjarnmiklu íslensku alþýðumáli" er svo eitthvað sem verður til hvort sem Íslendingar eru í ESB eða EES, því eins og Bjarni veit munu embættismenn þurfa að birta lög, reglur og upplýsingar stjórnvalda eftir sem áður og sýnist mér Bjarni sjálfur verða mikið í því hlutverki að túlka þær fyrir almenning í landinu sem fulltrúi eins ráðuneytis ríkisins. En mér sýnist hann þurfa að vanda sig miklu betur í því hlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og gjaldkeri Heimssýnar, lætur svo lítið að hafa nokkur orð í Morgunblaðið 4. nóvember sl. um athuganir mínar á þeim áhrifum á íslenska tungu sem innganga í Evrópusambandið hefði. Hann beitir í greinarkorni sínu þeim kunnuglegu brögðum sem sjá má hjá mönnum sem sjást ekkert fyrir þegar þeir vilja afflytja mál annarra. Þau eru hér einkum hálfsannleikur, óvinahatur og sögufölsun. Hann segir að nú þegar eyði þjóðin „umtalsverðu fé til þýðinga á regluverki EES" og að ég bendi á að „sú vinna öll og kostnaður margfaldast við inngöngu í ESB". Þetta er sígilt dæmi um hálfsannleik, því þó að það sé rétt að kostnaðurinn aukist þá fellur hann ekki lengur á Íslendinga eina heldur ESB allt. Það sparast því umtalsvert fé við það. Næsta fullyrðing er afbragðsgóð: „Og jafnt þó enginn lesi þýðingar þessar mun þýðingastarfið hafa áhrif á íslensku þar sem samhliða þýðingum munu skriffinnar margskonar starfa við að orðtaka regluverk þessi, yfirfara og kynna nýyrði og talsmáta sem þar verður til og svo mætti lengi telja." Hvernig skriffinnarnir fara að því að gera þetta án þess að lesa þýðingarnar veit ég ekki, en kannski er það þannig sem Bjarni starfar sjálfur við að afla sér upplýsinga. Mig grunar það þegar ég les næstu setningar þar sem hann fullyrðir að „danski kansellístíllinn hafi komist mjög nærri því að eyðileggja íslenskt ritmál" og að það hafi síðan verið „æviverk Fjölnismanna að snúa ofan af þeim ósköpum". Þessi afgreiðsla á lærdómsöld Íslendinga, ritmáli manna eins Hallgríms Péturssonar, fjölda rímnaskálda, Jóns Vídalíns, Jóns Indíafara, Þorleifs Halldórssonar og Eggerts Ólafssonar, svo aðeins nokkrir séu nefndir, finnst mér bera vott um fágæta fáfræði um 17. og 18. öld og ritmál þess tíma. Margir af þessum mönnum voru ekki aðeins alþýðumenn heldur einnig hálærðir og fluttu inn menningu og menntir frá Evrópu, engu síður en Fjölnismenn sem sjálfir voru afkastamiklir þýðendur, einkum þó Jónas Hallgrímsson. Óvinurinn í líki stofnanamálsins sem Bjarni stillir upp andspænis „kjarnmiklu íslensku alþýðumáli" er svo eitthvað sem verður til hvort sem Íslendingar eru í ESB eða EES, því eins og Bjarni veit munu embættismenn þurfa að birta lög, reglur og upplýsingar stjórnvalda eftir sem áður og sýnist mér Bjarni sjálfur verða mikið í því hlutverki að túlka þær fyrir almenning í landinu sem fulltrúi eins ráðuneytis ríkisins. En mér sýnist hann þurfa að vanda sig miklu betur í því hlutverki.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun