Verðbólgan búin - verðhjöðnun tekin við Hafsteinn Hauksson skrifar 29. júní 2010 18:35 Hin mikla verðbólga sem varð landlæg eftir hrun krónunnar er nú búin í bili, segir sérfræðingur í greiningardeild. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki mælst lægri síðan í góðærinu 2007. Hagstofan greindi frá því í morgun að verðlag lækkaði um þriðjung úr prósenti í júní frá því í maí. Verðhjöðnun í júnímánuði er afar óalgeng, en leita þarf aftur til ársins 1996 til að finna lækkun verðlags í þeim mánuði. Ársverðbólgan er því 5,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember 2007, þegar hún mældist 5,2 prósent. Munar hér mest um að bensínverð lækkaði um tæp 6% vegna styrkingar krónunnar, lækkandi heimsmarkaðsverðs og verðstríðs olíufélaganna. Þá lækkaði verð matar og drykkjarvöru um eitt og hálft prósent vegna gengisbreytinganna, en sú lækkun vegur þungt í neysluvísitölunni. Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, gerir ráð fyrir að verðlag haldi áfram að lækka í júlí vegna áhrifa af útsölum. Viðvarandi verðhjöðnun getur reynst efnahagslífi ríkja afar skeinuhætt, en Þórhallur segir þó of snemmt að spá fyrir um hvort Íslandi stafi hætta af slíku ástandi, ekki síst því svigrúm seðlabankans til vaxtalækkana er nokkuð. Hann segir minni verðbólguþrýsting nú hjálpa bankanum að lækka stýrivexti. Sé tekið mið af verðþróun undanfarna þrjá mánuði verður ársverðbólga 1,3 prósent. Ef fram fer sem horfir er það vel undir verðbólgumarkmiði seðlabankans, 2,5 prósent á ári, en verðbólgan hefur ekki verið undir því marki síðan árið 2004. Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hin mikla verðbólga sem varð landlæg eftir hrun krónunnar er nú búin í bili, segir sérfræðingur í greiningardeild. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki mælst lægri síðan í góðærinu 2007. Hagstofan greindi frá því í morgun að verðlag lækkaði um þriðjung úr prósenti í júní frá því í maí. Verðhjöðnun í júnímánuði er afar óalgeng, en leita þarf aftur til ársins 1996 til að finna lækkun verðlags í þeim mánuði. Ársverðbólgan er því 5,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember 2007, þegar hún mældist 5,2 prósent. Munar hér mest um að bensínverð lækkaði um tæp 6% vegna styrkingar krónunnar, lækkandi heimsmarkaðsverðs og verðstríðs olíufélaganna. Þá lækkaði verð matar og drykkjarvöru um eitt og hálft prósent vegna gengisbreytinganna, en sú lækkun vegur þungt í neysluvísitölunni. Þórhallur Ásbjörnsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, gerir ráð fyrir að verðlag haldi áfram að lækka í júlí vegna áhrifa af útsölum. Viðvarandi verðhjöðnun getur reynst efnahagslífi ríkja afar skeinuhætt, en Þórhallur segir þó of snemmt að spá fyrir um hvort Íslandi stafi hætta af slíku ástandi, ekki síst því svigrúm seðlabankans til vaxtalækkana er nokkuð. Hann segir minni verðbólguþrýsting nú hjálpa bankanum að lækka stýrivexti. Sé tekið mið af verðþróun undanfarna þrjá mánuði verður ársverðbólga 1,3 prósent. Ef fram fer sem horfir er það vel undir verðbólgumarkmiði seðlabankans, 2,5 prósent á ári, en verðbólgan hefur ekki verið undir því marki síðan árið 2004.
Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira