Signý: Þetta verður aftur stál í stál í næsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2010 22:12 Signý Hermannsdóttir var með 18 stig, 10 varin skot og 9 fráköst í kvöld. Mynd/Daníel Signý Hermannsdóttir átti flottan leik með KR í kvöld þegar deildarmeistararnir komust í 2-0 í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna í körfubolta með 79-75 sigur á Haukum á Ásvöllum. „Þetta var mjög mikilvægur sigur því það er alltaf erfitt að spila næsta leik eftir svona stóran sigur," sagði Signý en KR vann frysta leikinn með 31 stigi. „Við komum svo tilbúnar í fyrsta leikinn og vissum að við yrðum ekki með eins leik í dag. Við komum út svo rosalega brjálaðar í fyrsta leiknum að við yfirspiluðum þær í fyrsta leikhluta. Það setti þær út af laginu þá en núna voru þær tilbúnar í þetta og þá er þetta leikur frá fyrstu mínútu," sagði Signý. Það var hart tekist á í leiknum og bæði lið voru í miklum villuvandræðum. „Það var mikil barátta í þessum leik eins og sást á villunum á töflunni. Þetta var bara baráttuleikur og við náðum bara að klára sigurinn í endann," sagði Signý sem lokaði teignum og varði meðal annars 10 skot Haukakvenna í leiknum „Þær voru ekki að skora inn í teig í kvöld og við náðum að loka vel á það. Stóru stelpurnar þeirra voru líka í villuvandræðum sem hjálpaði til. Þá reyndar tók Sara Pálmadóttir upp á því að setja niður þrjá þrista þannig að það var kannski ekkert betra," sagði Signý í léttum tón. Haukaliðið byggir mikið á þeim Heather Ezell og Kiki Lund sem skoruðu aðeins 15 stig í fyrsta leiknum en voru með 47 stig saman í kvöld. „Þær eru rosalega góðar og Heather er með betri könum sem ég hef séð. Það er mikið verk að halda aftur að þeim. Gróa er búin að standa sig vel og þegar hún fór útaf þá kom einhver önnur á hana og stóð sig vel líka sem var alveg frábært," sagði Signý. „Þetta er alls ekki komið og á föstudaginn býst ég við þeim ekkert öðruvísi en í dag. Þetta verður aftur stál í stál í næsta leik. Við ætlum að reyna að taka þann leik en þær ætla örugglega að reyna að stela einum," sagði Signý að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Signý Hermannsdóttir átti flottan leik með KR í kvöld þegar deildarmeistararnir komust í 2-0 í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna í körfubolta með 79-75 sigur á Haukum á Ásvöllum. „Þetta var mjög mikilvægur sigur því það er alltaf erfitt að spila næsta leik eftir svona stóran sigur," sagði Signý en KR vann frysta leikinn með 31 stigi. „Við komum svo tilbúnar í fyrsta leikinn og vissum að við yrðum ekki með eins leik í dag. Við komum út svo rosalega brjálaðar í fyrsta leiknum að við yfirspiluðum þær í fyrsta leikhluta. Það setti þær út af laginu þá en núna voru þær tilbúnar í þetta og þá er þetta leikur frá fyrstu mínútu," sagði Signý. Það var hart tekist á í leiknum og bæði lið voru í miklum villuvandræðum. „Það var mikil barátta í þessum leik eins og sást á villunum á töflunni. Þetta var bara baráttuleikur og við náðum bara að klára sigurinn í endann," sagði Signý sem lokaði teignum og varði meðal annars 10 skot Haukakvenna í leiknum „Þær voru ekki að skora inn í teig í kvöld og við náðum að loka vel á það. Stóru stelpurnar þeirra voru líka í villuvandræðum sem hjálpaði til. Þá reyndar tók Sara Pálmadóttir upp á því að setja niður þrjá þrista þannig að það var kannski ekkert betra," sagði Signý í léttum tón. Haukaliðið byggir mikið á þeim Heather Ezell og Kiki Lund sem skoruðu aðeins 15 stig í fyrsta leiknum en voru með 47 stig saman í kvöld. „Þær eru rosalega góðar og Heather er með betri könum sem ég hef séð. Það er mikið verk að halda aftur að þeim. Gróa er búin að standa sig vel og þegar hún fór útaf þá kom einhver önnur á hana og stóð sig vel líka sem var alveg frábært," sagði Signý. „Þetta er alls ekki komið og á föstudaginn býst ég við þeim ekkert öðruvísi en í dag. Þetta verður aftur stál í stál í næsta leik. Við ætlum að reyna að taka þann leik en þær ætla örugglega að reyna að stela einum," sagði Signý að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum