Sáttmáli um fullveldi og sjálfstæði Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 24. nóvember 2010 13:00 Fólkið í landinu vill að stjórnarskráin sé sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og sé skrifuð fyrir fólkið í landinu en samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 skal stjórnlagaþing sérstaklega taka m.a. til umfjöllunar ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Ég hef áður viðrað þá skoðun mína um kosningar og kjördæmaskipan og hef þá skoðun að tryggja þurfi landsbyggðinni áfram rödd í stjórnsýslu landsins sem og á alþingi, þó stuðlað verði að persónukjöri og jafnvel þó landið verði eitt kjördæmi. Fram kemur á vef Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis að nauðsynlegt er talið að efla sveitarstjórnarstigið. Fleiri verkefni sem á síðustu árum hafa verið færð sveitarfélögum og frekari verkefnaflutningur krefst stærri og öflugri rekstrareininga. Ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að færa skuli ábyrgð á lögbundinni þjónustu við aldraða og fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Ég held að þetta skipti gríðarlegu máli þegar ég held því fram að tryggja eigi landshlutum og þar með sveitarstjórnum á hverjum stað rödd á alþingi. Í þessu sambandi má benda á þá ótvíræðu lagaskyldu sem lögð er á ráðherra sveitastjórnarmála en í 88. grein sveitarstjórnarlaganna segir: „Ráðuneytið skal vinna að stækkun sveitarfélaga með samruna fámennra sveitarfélaga í stærri og öflugri heildir. Skal ráðuneytið vinna að þessu í samráði við einstök sveitarfélög, Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga." Nú er það þannig að verði landið eitt kjördæmi er hætt við því að hagsmunaaðilar muni reyna að hafa áhrif á einstaka þingmenn og eins og þróunin hefur verið á undanförnum misserum er ekki víst að sveitarfélög landsins hafi bolmagn til þess að beita sér með þeim hætti sem aðrir hagsmunaaðilar óhjákvæmilega geta. Ég vil því stíga varlega til jarðar hvað varðar að landið verði eitt kjördæmi - landshlutarnir/sveitarfélögin þar undir á landinu öllu verða að geta átt sér málsvara til þess að geta mætt skyldum sínum til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Fólkið í landinu vill að stjórnarskráin sé sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og sé skrifuð fyrir fólkið í landinu en samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 skal stjórnlagaþing sérstaklega taka m.a. til umfjöllunar ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Ég hef áður viðrað þá skoðun mína um kosningar og kjördæmaskipan og hef þá skoðun að tryggja þurfi landsbyggðinni áfram rödd í stjórnsýslu landsins sem og á alþingi, þó stuðlað verði að persónukjöri og jafnvel þó landið verði eitt kjördæmi. Fram kemur á vef Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis að nauðsynlegt er talið að efla sveitarstjórnarstigið. Fleiri verkefni sem á síðustu árum hafa verið færð sveitarfélögum og frekari verkefnaflutningur krefst stærri og öflugri rekstrareininga. Ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að færa skuli ábyrgð á lögbundinni þjónustu við aldraða og fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Ég held að þetta skipti gríðarlegu máli þegar ég held því fram að tryggja eigi landshlutum og þar með sveitarstjórnum á hverjum stað rödd á alþingi. Í þessu sambandi má benda á þá ótvíræðu lagaskyldu sem lögð er á ráðherra sveitastjórnarmála en í 88. grein sveitarstjórnarlaganna segir: „Ráðuneytið skal vinna að stækkun sveitarfélaga með samruna fámennra sveitarfélaga í stærri og öflugri heildir. Skal ráðuneytið vinna að þessu í samráði við einstök sveitarfélög, Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga." Nú er það þannig að verði landið eitt kjördæmi er hætt við því að hagsmunaaðilar muni reyna að hafa áhrif á einstaka þingmenn og eins og þróunin hefur verið á undanförnum misserum er ekki víst að sveitarfélög landsins hafi bolmagn til þess að beita sér með þeim hætti sem aðrir hagsmunaaðilar óhjákvæmilega geta. Ég vil því stíga varlega til jarðar hvað varðar að landið verði eitt kjördæmi - landshlutarnir/sveitarfélögin þar undir á landinu öllu verða að geta átt sér málsvara til þess að geta mætt skyldum sínum til framtíðar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun