Bauð Þjóðverjum að eignast Danmörku 19. ágúst 2010 00:15 Kristján níundi Afhenti Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, en vildi tíu árum áður afhenda Þýskalandi alla Danmörku – að Íslandi meðtöldu. Kristján níundi Danakonungur, sá hinn sami og gaf Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, bauð Þjóðverjum að eignast alla Danmörku sumarið 1864, þegar Danir höfðu tapað stríði við Þjóðverja út af héruðunum Slésvík og Holtsetalandi. Það var Vilhjálmur Prússakonungur, sem nokkrum árum síðar varð keisari sameinaðs Þýskalands, sem fékk þetta rausnarlega tilboð frá Danakonungi, fyrir milligöngu Leopolds Belgíukonungs. Otto von Bismarck, forsætisráðherra Prússlands, vildi hins vegar ekki taka meira frá Danmörku en héruðin Slésvík og Holtsetaland, enda hafði stríðið snúist um aðskilnaðarbaráttu þessara héraða frá Danmörku. Von Bismarck er raunar sagður hafa talið að Danir yrðu alltaf til vandræða innan Þýskalands og þess vegna væri betra að Danmörk yrði áfram sjálfstætt ríki. Danska dagblaðið Politiken skýrði frá þessu í gær og vitnaði í sagnfræðinginn Tom Buk-Swienty, sem er að senda frá sér bók um þessa sögu. Við ritun bókarinnar fékk Buk-Swienty aðgang að einkaskjalasafni Kristjáns níunda, samkvæmt leyfi frá Margréti Danadrottningu, en það er í fyrsta sinn sem leyfi hefur fengist til að rannsaka einkaskjöl konungsins. Samkvæmt frásögn Buk-Swientys lét Kristján konungur dönsku stjórnina ekkert vita af þessum áformum sínum fyrr en nokkrum dögum síðar, þegar neitun hafði borist frá Þjóðverjum. Kristján var sjálfur uppalinn í Slésvík og mun hafa verið meira þýskur en danskur, þannig að spurningar vakna strax hvort þetta tilboð til Þjóðverja hefði ekki átt að teljast föðurlandssvik. Buk-Swienty er þó ekki á því, að því er fram kemur í Politiken. Meginástæða konungs mun hafa verið sú, að hann taldi þetta einu leiðina til að halda Danmörku saman sem einni heild, þótt undir Þýskalandi væri. Hin leiðin væri sú, sem varð ofan á, að Þjóðverjar hirtu einfaldlega Slésvík og Holtsetaland frá Dönum og slitu þar með Danmörku í tvennt til frambúðar. Ef mál hefðu þróast með þeim hætti, sem Danakonungur vildi sumarið 1864, hefði staða Íslands væntanlega verið allt önnur. Talið er að fordæmi Slésvíkur og Holtsetalands hafi orðið Íslendingum veigamikið vopn í baráttunni fyrir aðskilnaði frá Danmörku áratugum síðar. Ekki er víst að Þjóðverjar hefðu reynst Íslendingum jafn eftirgefanlegir og Danir.gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Kristján níundi Danakonungur, sá hinn sami og gaf Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, bauð Þjóðverjum að eignast alla Danmörku sumarið 1864, þegar Danir höfðu tapað stríði við Þjóðverja út af héruðunum Slésvík og Holtsetalandi. Það var Vilhjálmur Prússakonungur, sem nokkrum árum síðar varð keisari sameinaðs Þýskalands, sem fékk þetta rausnarlega tilboð frá Danakonungi, fyrir milligöngu Leopolds Belgíukonungs. Otto von Bismarck, forsætisráðherra Prússlands, vildi hins vegar ekki taka meira frá Danmörku en héruðin Slésvík og Holtsetaland, enda hafði stríðið snúist um aðskilnaðarbaráttu þessara héraða frá Danmörku. Von Bismarck er raunar sagður hafa talið að Danir yrðu alltaf til vandræða innan Þýskalands og þess vegna væri betra að Danmörk yrði áfram sjálfstætt ríki. Danska dagblaðið Politiken skýrði frá þessu í gær og vitnaði í sagnfræðinginn Tom Buk-Swienty, sem er að senda frá sér bók um þessa sögu. Við ritun bókarinnar fékk Buk-Swienty aðgang að einkaskjalasafni Kristjáns níunda, samkvæmt leyfi frá Margréti Danadrottningu, en það er í fyrsta sinn sem leyfi hefur fengist til að rannsaka einkaskjöl konungsins. Samkvæmt frásögn Buk-Swientys lét Kristján konungur dönsku stjórnina ekkert vita af þessum áformum sínum fyrr en nokkrum dögum síðar, þegar neitun hafði borist frá Þjóðverjum. Kristján var sjálfur uppalinn í Slésvík og mun hafa verið meira þýskur en danskur, þannig að spurningar vakna strax hvort þetta tilboð til Þjóðverja hefði ekki átt að teljast föðurlandssvik. Buk-Swienty er þó ekki á því, að því er fram kemur í Politiken. Meginástæða konungs mun hafa verið sú, að hann taldi þetta einu leiðina til að halda Danmörku saman sem einni heild, þótt undir Þýskalandi væri. Hin leiðin væri sú, sem varð ofan á, að Þjóðverjar hirtu einfaldlega Slésvík og Holtsetaland frá Dönum og slitu þar með Danmörku í tvennt til frambúðar. Ef mál hefðu þróast með þeim hætti, sem Danakonungur vildi sumarið 1864, hefði staða Íslands væntanlega verið allt önnur. Talið er að fordæmi Slésvíkur og Holtsetalands hafi orðið Íslendingum veigamikið vopn í baráttunni fyrir aðskilnaði frá Danmörku áratugum síðar. Ekki er víst að Þjóðverjar hefðu reynst Íslendingum jafn eftirgefanlegir og Danir.gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira