Fagfólk skóla virðist vanmeta eineltið 23. október 2010 02:00 Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. Börn sem eiga erlenda foreldra eru helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau sem eiga íslenska foreldra. Þetta kemur fram í rannsókn Þórodds Bjarnasonar, prófessors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Hins vegar telja rúm 75 prósent fagfólks í grunnskólum að börn sem eru með íslensku sem annað tungumál verði annaðhvort jafnmikið eða minna fyrir einelti en börn sem eiga íslenska foreldra. Einungis 7,5 prósent telja að börn með íslensku sem annað tungumál verði meira fyrir einelti. Fimmtungur vissi ekki hvort mismunur væri þar á milli. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í 122 grunnskólum og ber heitið „Nemendur með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum - upplifun fagfólks skólanna," og var gerð af Huldu Karen Daníelsdóttur, Ara Klængi Jónssyni og Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur fyrir hönd Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða í Reykjavík. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að almenn ánægja virðist ríkja meðal stjórnenda skóla um aðstæður barna af erlendum uppruna, þó að skýr þörf fyrir fræðslu og þjálfun komi fram. Í rannsókn Þórodds kemur fram að 16 prósent þeirra nemenda í 10. bekk sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna telji sig hafa orðið fyrir einelti, 12 prósent þar sem annað foreldrið er íslenskt og um 8 prósent þeirra þar sem báðir foreldrar eru íslenskir. Þóroddur segir að þótt börn sem eiga erlenda foreldra séu helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau íslensku, sé einelti tiltölulega fátítt á Íslandi miðað við það sem þekkist í öðrum löndum. „Það þýðir þó ekki að það sé minna alvarlegt," segir Þóroddur. „En langflestir krakkar, hvort sem þeir eru íslenskir eða af erlendum uppruna, segjast ekki verða fyrir einelti, þó svo að þeir síðarnefndu séu helmingi líklegri til þess." sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Börn sem eiga erlenda foreldra eru helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau sem eiga íslenska foreldra. Þetta kemur fram í rannsókn Þórodds Bjarnasonar, prófessors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Hins vegar telja rúm 75 prósent fagfólks í grunnskólum að börn sem eru með íslensku sem annað tungumál verði annaðhvort jafnmikið eða minna fyrir einelti en börn sem eiga íslenska foreldra. Einungis 7,5 prósent telja að börn með íslensku sem annað tungumál verði meira fyrir einelti. Fimmtungur vissi ekki hvort mismunur væri þar á milli. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var í 122 grunnskólum og ber heitið „Nemendur með íslensku sem annað tungumál í grunnskólum - upplifun fagfólks skólanna," og var gerð af Huldu Karen Daníelsdóttur, Ara Klængi Jónssyni og Hilmu Hólmfríði Sigurðardóttur fyrir hönd Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða í Reykjavík. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að almenn ánægja virðist ríkja meðal stjórnenda skóla um aðstæður barna af erlendum uppruna, þó að skýr þörf fyrir fræðslu og þjálfun komi fram. Í rannsókn Þórodds kemur fram að 16 prósent þeirra nemenda í 10. bekk sem eiga báða foreldra af erlendum uppruna telji sig hafa orðið fyrir einelti, 12 prósent þar sem annað foreldrið er íslenskt og um 8 prósent þeirra þar sem báðir foreldrar eru íslenskir. Þóroddur segir að þótt börn sem eiga erlenda foreldra séu helmingi líklegri til að upplifa einelti en þau íslensku, sé einelti tiltölulega fátítt á Íslandi miðað við það sem þekkist í öðrum löndum. „Það þýðir þó ekki að það sé minna alvarlegt," segir Þóroddur. „En langflestir krakkar, hvort sem þeir eru íslenskir eða af erlendum uppruna, segjast ekki verða fyrir einelti, þó svo að þeir síðarnefndu séu helmingi líklegri til þess." sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira