Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum 18. ágúst 2010 06:00 Álftanes er á meðal skuldsettustu sveitarfélaga landsins. MYND/Stefán Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tvær nefndir eru starfandi á vegum ríkisins til að endurskoða sveitarstjórnarlög, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fjármál sveitarfélaga almennt. Reiknað er með að önnur nefndanna skili tillögum í formi frumvarps til ráðherra sveitarstjórnarmála í haust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar lagt til að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga. Ýmsar útfærslur hafa komið til tals, en miklu máli þykir skipta hvernig skuldirnar eru skilgreindar og umdeilt hvernig það skuli gert. Rekstri sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er að mestu með skattfé fellur undir A-hluta, þar á meðal rekstur skóla og félagsþjónustu. Undir B-hluta fellur rekstur sem fjármagnaður er að mestu með sjálfsaflatekjum, til dæmis hitaveita og hafnir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sérfræðingar sem unnið hafa að frumvarpinu vilji skilgreina skuldir sveitarfélaganna vítt, og hafa þar bæði A- og B-hluta undir. Skuldir A-hlutans þykja ekki gefa raunverulega mynd af skuldsetningunni. Það myndi þýða að skuldir og tekjur Orkuveitu Reykjavíkur yrðu teknar með í reikninginn við mat á skuldum Reykjavíkurborgar. Hugmyndir eru uppi um að skuldaþakið verði 150 prósent af tekjum bæði A- og B-hluta. Verði skuldirnar skilgreindar með þrengri hætti verður skuldaþakið að vera mun lægra, að mati sérfræðinganna. Vinna við fyrirhugaðar lagabreytingar er í fullum gangi, og hafa tveir sérfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið hér á landi frá því á sunnudag til að fara yfir málin og koma með tillögur að úrbótum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögð mikil áhersla á að frumvarpið fari fyrir Alþingi snemma á haustþingi svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. Sömu heimildir herma að verði ljóst að það takist ekki sé mögulegt að breytingar á lögum um fjármál sveitarfélaga verði settar í sérstakt frumvarp svo hægt verði að koma þeim í gegnum þingið fyrir áramót.- bj Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tvær nefndir eru starfandi á vegum ríkisins til að endurskoða sveitarstjórnarlög, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fjármál sveitarfélaga almennt. Reiknað er með að önnur nefndanna skili tillögum í formi frumvarps til ráðherra sveitarstjórnarmála í haust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar lagt til að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga. Ýmsar útfærslur hafa komið til tals, en miklu máli þykir skipta hvernig skuldirnar eru skilgreindar og umdeilt hvernig það skuli gert. Rekstri sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er að mestu með skattfé fellur undir A-hluta, þar á meðal rekstur skóla og félagsþjónustu. Undir B-hluta fellur rekstur sem fjármagnaður er að mestu með sjálfsaflatekjum, til dæmis hitaveita og hafnir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sérfræðingar sem unnið hafa að frumvarpinu vilji skilgreina skuldir sveitarfélaganna vítt, og hafa þar bæði A- og B-hluta undir. Skuldir A-hlutans þykja ekki gefa raunverulega mynd af skuldsetningunni. Það myndi þýða að skuldir og tekjur Orkuveitu Reykjavíkur yrðu teknar með í reikninginn við mat á skuldum Reykjavíkurborgar. Hugmyndir eru uppi um að skuldaþakið verði 150 prósent af tekjum bæði A- og B-hluta. Verði skuldirnar skilgreindar með þrengri hætti verður skuldaþakið að vera mun lægra, að mati sérfræðinganna. Vinna við fyrirhugaðar lagabreytingar er í fullum gangi, og hafa tveir sérfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið hér á landi frá því á sunnudag til að fara yfir málin og koma með tillögur að úrbótum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögð mikil áhersla á að frumvarpið fari fyrir Alþingi snemma á haustþingi svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. Sömu heimildir herma að verði ljóst að það takist ekki sé mögulegt að breytingar á lögum um fjármál sveitarfélaga verði settar í sérstakt frumvarp svo hægt verði að koma þeim í gegnum þingið fyrir áramót.- bj
Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira