Skrímslin vöknuð til lífsins á Bíldudal 17. júní 2010 04:15 Valdimar Gunnarsson Um hundrað sjálfboðaliðar úr röðum heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga unnu í tvö ár við að koma Skrímslasetrinu á laggirnar. Hugmyndin að Skrímslasetrinu kviknaði sumarið 2007 á bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir, þar sem meðal annars var boðið upp á skrímslaferðir. „Þetta var gífurlega vinsælt og vakti mikla athygli í fjölmiðlum," segir Valdimar Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um Skrímslasetur. „Við sáum að það var hægt að gera eitthvað meira og stofnuðum því félagið." Skrímslafélagið er angi af Arnfirðingafélaginu í Reykjavík, sem hefur það meðal annars að markmiði að aðstoða og efla heimabyggðina. Valdimar segir að á Bíldudal hafi vantað afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum. Þeir hafi þar af leiðandi ekki haft langa viðdvöl þar. Skrímslasetrið sé liður í að breyta því. Setrið er til húsa í gömlu matvælaiðjunni á Bíldudal; 800 fermetra byggingu sem var að hruni komin þegar skrímslafélagið keypti það. „Þarna var hausaþurrkun fyrir nokkrum árum og allt orðið kasúldið og ógeðslegt," segir Valdimar. „En þetta var eina húsnæðið í bænum sem hentaði. Við sáum fram á að það þyrfti kraftaverk til að koma því í gott ástand og leituðum til heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga til að leggja okkur lið." Um hundrað sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og reiknast Valdimar til að þeir hafi unnið í um 3.000 vinnustundir. „Samheldnin og velviljinn hjá fólki hefur verið hreint ótrúlegur. Setrið hefði ekki orðið að raunveruleika án þess." Til stóð að opna Skrímslasetrið í fyrra en við hrun bankanna skrúfaðist fyrir allar fjárveitingar. Því var brugðið á það ráð að opna safnið í tveimur áföngum. Sá fyrri var opnaður nú á dögunum og nemur heildarkostnaður við hann um 45 milljónum króna. Setrið var opið í um hálfan mánuð í fyrrasumar í tilraunaskyni og heimsóttu á fimmta þúsund það þá. „Ferðamannatíminn fer greinilega aðeins hægar af stað í ár en í fyrra," segir Valdimar. „En miðað við hvernig gekk í fyrra erum við bjartsýn fyrir sumarið." Um fimmtán milljónir króna vantar til að ljúka við seinni áfanga setursins. Valdimar vonast þó til að það geti orðið áður en langt um líður. bergsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Hugmyndin að Skrímslasetrinu kviknaði sumarið 2007 á bæjarhátíðinni Bíldudals grænar baunir, þar sem meðal annars var boðið upp á skrímslaferðir. „Þetta var gífurlega vinsælt og vakti mikla athygli í fjölmiðlum," segir Valdimar Gunnarsson, formaður Félags áhugamanna um Skrímslasetur. „Við sáum að það var hægt að gera eitthvað meira og stofnuðum því félagið." Skrímslafélagið er angi af Arnfirðingafélaginu í Reykjavík, sem hefur það meðal annars að markmiði að aðstoða og efla heimabyggðina. Valdimar segir að á Bíldudal hafi vantað afþreyingu fyrir ferðamenn í bænum. Þeir hafi þar af leiðandi ekki haft langa viðdvöl þar. Skrímslasetrið sé liður í að breyta því. Setrið er til húsa í gömlu matvælaiðjunni á Bíldudal; 800 fermetra byggingu sem var að hruni komin þegar skrímslafélagið keypti það. „Þarna var hausaþurrkun fyrir nokkrum árum og allt orðið kasúldið og ógeðslegt," segir Valdimar. „En þetta var eina húsnæðið í bænum sem hentaði. Við sáum fram á að það þyrfti kraftaverk til að koma því í gott ástand og leituðum til heimamanna og brottfluttra Arnfirðinga til að leggja okkur lið." Um hundrað sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og reiknast Valdimar til að þeir hafi unnið í um 3.000 vinnustundir. „Samheldnin og velviljinn hjá fólki hefur verið hreint ótrúlegur. Setrið hefði ekki orðið að raunveruleika án þess." Til stóð að opna Skrímslasetrið í fyrra en við hrun bankanna skrúfaðist fyrir allar fjárveitingar. Því var brugðið á það ráð að opna safnið í tveimur áföngum. Sá fyrri var opnaður nú á dögunum og nemur heildarkostnaður við hann um 45 milljónum króna. Setrið var opið í um hálfan mánuð í fyrrasumar í tilraunaskyni og heimsóttu á fimmta þúsund það þá. „Ferðamannatíminn fer greinilega aðeins hægar af stað í ár en í fyrra," segir Valdimar. „En miðað við hvernig gekk í fyrra erum við bjartsýn fyrir sumarið." Um fimmtán milljónir króna vantar til að ljúka við seinni áfanga setursins. Valdimar vonast þó til að það geti orðið áður en langt um líður. bergsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira