Miklu minna framboð af fíkniefnum 21. desember 2010 06:00 fíkniefnahlass Yfirlæknir á Vogi þakkar lögreglu og gjaldeyrishöftum þá þróun að miklu minna af fíkniefnum sé í umferð nú en fyrir fáeinum árum. Á myndinni má sjá fíkniefnahlass, um 109 kíló af amfetamíni, maríjúana, hassi og e-töflum, sem reynt var að smygla til landsins á síðasta ári. „Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Kannabisefnin og hassið eru ekki eins sterk og áður tíðkaðist. Nærtækasta skýringin er sú að okkar toll- og löggæsla er að skila góðum árangri. Við höfum einnig fjarlægst erlenda markaði vegna gjaldeyrishafta og fleiri þátta. Þessi þróun sést ekki annars staðar. Í Bandaríkjunum hefur meðalstyrkur kannabisefna aukist á síðasta áratug. Þetta er fyrst og fremst sigur lögreglunnar hér.“ Jakob Kristinsson, prófessor hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum, staðfestir að styrkleiki sýnishorna af hassi sem greind hafi verið sé minni heldur en á síðasta ári. „Það er alveg klárt að hassið á götunni er ekki eins sterkt og áður,“ segir Jakob og bætir við að erfiðara sé að segja til um styrkleika heimaræktaðra kannabisefna. „Það er meira háð tilviljunum sem felast fyrst og fremst í því á hvaða stigi ræktunin er þegar lögregla stöðvar hana. Sumt er fullbúið en annað skemmra á veg komið,“ útskýrir Jakob. Hann segir enn fremur að styrkleiki sterkari fíkniefna sé mjög breytilegur milli ára. Sé tekin stór sending geti rannsóknarsýnin skipt tugum, sem hafi mikil áhrif á meðaltalið. Fjöldi sýna fari eftir stærð sendingar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar á höfuðborgarsvæðinu, segir deildina hafa lagt áherslu á aðgerðir gegn innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum. „Við höfum kortlagt þetta og gengið með aðgerðum inn í þessa hópa. Það er enginn vafi, til dæmis í ljósi dómsmála, að búið er að ganga þokkalega á marga þeirra. Enn eru þó hópar starfandi og við höldum áfram að reyna að stöðva þá sem hafa lifibrauð af þessari skipulögðu brotastarfsemi.“ Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að reynt hefði verið að smygla hálfu kílói af efninu methedrone, áður nær óþekktu hér, til landsins. „Menn hafa leikið þennan leik lengi,“ segir yfirlæknirinn á Vogi. „E-pillan var upphaflega markaðssett af því að hún var ekki bönnuð formlega víða. Mér sýnist þetta vera eitt af þessum efnumsem menn reyna að smygla á milli landa í þeirri von að þau séu ekki skrásett sem ólögleg fíkniefni.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
„Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Kannabisefnin og hassið eru ekki eins sterk og áður tíðkaðist. Nærtækasta skýringin er sú að okkar toll- og löggæsla er að skila góðum árangri. Við höfum einnig fjarlægst erlenda markaði vegna gjaldeyrishafta og fleiri þátta. Þessi þróun sést ekki annars staðar. Í Bandaríkjunum hefur meðalstyrkur kannabisefna aukist á síðasta áratug. Þetta er fyrst og fremst sigur lögreglunnar hér.“ Jakob Kristinsson, prófessor hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum, staðfestir að styrkleiki sýnishorna af hassi sem greind hafi verið sé minni heldur en á síðasta ári. „Það er alveg klárt að hassið á götunni er ekki eins sterkt og áður,“ segir Jakob og bætir við að erfiðara sé að segja til um styrkleika heimaræktaðra kannabisefna. „Það er meira háð tilviljunum sem felast fyrst og fremst í því á hvaða stigi ræktunin er þegar lögregla stöðvar hana. Sumt er fullbúið en annað skemmra á veg komið,“ útskýrir Jakob. Hann segir enn fremur að styrkleiki sterkari fíkniefna sé mjög breytilegur milli ára. Sé tekin stór sending geti rannsóknarsýnin skipt tugum, sem hafi mikil áhrif á meðaltalið. Fjöldi sýna fari eftir stærð sendingar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar á höfuðborgarsvæðinu, segir deildina hafa lagt áherslu á aðgerðir gegn innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum. „Við höfum kortlagt þetta og gengið með aðgerðum inn í þessa hópa. Það er enginn vafi, til dæmis í ljósi dómsmála, að búið er að ganga þokkalega á marga þeirra. Enn eru þó hópar starfandi og við höldum áfram að reyna að stöðva þá sem hafa lifibrauð af þessari skipulögðu brotastarfsemi.“ Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að reynt hefði verið að smygla hálfu kílói af efninu methedrone, áður nær óþekktu hér, til landsins. „Menn hafa leikið þennan leik lengi,“ segir yfirlæknirinn á Vogi. „E-pillan var upphaflega markaðssett af því að hún var ekki bönnuð formlega víða. Mér sýnist þetta vera eitt af þessum efnumsem menn reyna að smygla á milli landa í þeirri von að þau séu ekki skrásett sem ólögleg fíkniefni.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira