Miklu minna framboð af fíkniefnum 21. desember 2010 06:00 fíkniefnahlass Yfirlæknir á Vogi þakkar lögreglu og gjaldeyrishöftum þá þróun að miklu minna af fíkniefnum sé í umferð nú en fyrir fáeinum árum. Á myndinni má sjá fíkniefnahlass, um 109 kíló af amfetamíni, maríjúana, hassi og e-töflum, sem reynt var að smygla til landsins á síðasta ári. „Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Kannabisefnin og hassið eru ekki eins sterk og áður tíðkaðist. Nærtækasta skýringin er sú að okkar toll- og löggæsla er að skila góðum árangri. Við höfum einnig fjarlægst erlenda markaði vegna gjaldeyrishafta og fleiri þátta. Þessi þróun sést ekki annars staðar. Í Bandaríkjunum hefur meðalstyrkur kannabisefna aukist á síðasta áratug. Þetta er fyrst og fremst sigur lögreglunnar hér.“ Jakob Kristinsson, prófessor hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum, staðfestir að styrkleiki sýnishorna af hassi sem greind hafi verið sé minni heldur en á síðasta ári. „Það er alveg klárt að hassið á götunni er ekki eins sterkt og áður,“ segir Jakob og bætir við að erfiðara sé að segja til um styrkleika heimaræktaðra kannabisefna. „Það er meira háð tilviljunum sem felast fyrst og fremst í því á hvaða stigi ræktunin er þegar lögregla stöðvar hana. Sumt er fullbúið en annað skemmra á veg komið,“ útskýrir Jakob. Hann segir enn fremur að styrkleiki sterkari fíkniefna sé mjög breytilegur milli ára. Sé tekin stór sending geti rannsóknarsýnin skipt tugum, sem hafi mikil áhrif á meðaltalið. Fjöldi sýna fari eftir stærð sendingar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar á höfuðborgarsvæðinu, segir deildina hafa lagt áherslu á aðgerðir gegn innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum. „Við höfum kortlagt þetta og gengið með aðgerðum inn í þessa hópa. Það er enginn vafi, til dæmis í ljósi dómsmála, að búið er að ganga þokkalega á marga þeirra. Enn eru þó hópar starfandi og við höldum áfram að reyna að stöðva þá sem hafa lifibrauð af þessari skipulögðu brotastarfsemi.“ Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að reynt hefði verið að smygla hálfu kílói af efninu methedrone, áður nær óþekktu hér, til landsins. „Menn hafa leikið þennan leik lengi,“ segir yfirlæknirinn á Vogi. „E-pillan var upphaflega markaðssett af því að hún var ekki bönnuð formlega víða. Mér sýnist þetta vera eitt af þessum efnumsem menn reyna að smygla á milli landa í þeirri von að þau séu ekki skrásett sem ólögleg fíkniefni.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Það er miklu minna af ólöglegum fíkniefnum í umferð hér á landi eftir hrun,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. „Kannabisefnin og hassið eru ekki eins sterk og áður tíðkaðist. Nærtækasta skýringin er sú að okkar toll- og löggæsla er að skila góðum árangri. Við höfum einnig fjarlægst erlenda markaði vegna gjaldeyrishafta og fleiri þátta. Þessi þróun sést ekki annars staðar. Í Bandaríkjunum hefur meðalstyrkur kannabisefna aukist á síðasta áratug. Þetta er fyrst og fremst sigur lögreglunnar hér.“ Jakob Kristinsson, prófessor hjá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum, staðfestir að styrkleiki sýnishorna af hassi sem greind hafi verið sé minni heldur en á síðasta ári. „Það er alveg klárt að hassið á götunni er ekki eins sterkt og áður,“ segir Jakob og bætir við að erfiðara sé að segja til um styrkleika heimaræktaðra kannabisefna. „Það er meira háð tilviljunum sem felast fyrst og fremst í því á hvaða stigi ræktunin er þegar lögregla stöðvar hana. Sumt er fullbúið en annað skemmra á veg komið,“ útskýrir Jakob. Hann segir enn fremur að styrkleiki sterkari fíkniefna sé mjög breytilegur milli ára. Sé tekin stór sending geti rannsóknarsýnin skipt tugum, sem hafi mikil áhrif á meðaltalið. Fjöldi sýna fari eftir stærð sendingar. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar á höfuðborgarsvæðinu, segir deildina hafa lagt áherslu á aðgerðir gegn innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum. „Við höfum kortlagt þetta og gengið með aðgerðum inn í þessa hópa. Það er enginn vafi, til dæmis í ljósi dómsmála, að búið er að ganga þokkalega á marga þeirra. Enn eru þó hópar starfandi og við höldum áfram að reyna að stöðva þá sem hafa lifibrauð af þessari skipulögðu brotastarfsemi.“ Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að reynt hefði verið að smygla hálfu kílói af efninu methedrone, áður nær óþekktu hér, til landsins. „Menn hafa leikið þennan leik lengi,“ segir yfirlæknirinn á Vogi. „E-pillan var upphaflega markaðssett af því að hún var ekki bönnuð formlega víða. Mér sýnist þetta vera eitt af þessum efnumsem menn reyna að smygla á milli landa í þeirri von að þau séu ekki skrásett sem ólögleg fíkniefni.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira