Ráðherrar fái leyfi frá þingstörfum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 7. september 2010 06:00 Fyrr í sumar samþykkti flokksstjórn Samfylkingarinnar tillögu þess efnis að ráðherrar Samfylkingarinnar vikju af þingi og kölluðu inn fyrir sig varamenn. Svolítil umræða varð um þetta – í Fréttablaðinu að minnsta kosti – og minnist ég leiðara Ólafs Stephensen og greinar Þorsteins Pálssonar. Báðir gátu þeir þess að Siv Friðleifsdóttir hefur ítrekað flutt á Alþingi tillögu til breytingar á stjórnarskránni um slíkan aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Báðir sögðu þeir líka réttilega að lög heimila ráðherrum ekki að segja tímabundið af sér þingmennsku. Sú sem þetta skrifar var satt að segja svolítið fúl yfir því að hvorugur þeirra gat frumvarps sem lagt var fram á Alþingi sl. vor og hún er fyrsti flutningsmaður að, en við vorum 19 sem fluttum frumvarpið. – Þó er ekki við neinn að sakast í þeim efnum, nema hana sjálfa því ljóst er að hún hefur ekki haldið málinu nógsamlega á lofti. Með frumvarpinu er lagt til að þingmaður sem tekur við ráðherraembætti geti látið af þingstörfum þegar leiðin liggur í stjórnarráðið og horfið aftur til þingstarfa á kjörtímabilinu ef breytingar verða á ríkisstjórninni eða öðrum hans högum. Vafasamt er að hægt sé að banna þingmanni að gegna ráðherrastörfum nema að það sé gert í stjórnarskrá. Þess vegna er lagt til að ráðherrafólk ráði þessu sjálft og geti ef þau svo kjósa tekið sér leyfi frá þingstörfum. Kannski má kalla þetta biðleik þangað til ákvæðið verður vonandi fest í stjórnarskrá. – Verði ákvæðið ekki fest í stjórnarskrá stæði þetta þó ennþá þeim til boða sem telja að þetta sé hið eðlilega fyrirkomulag. Það er aldeilis ekki ný hugmynd að betri aðskilnaður milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds sé af hinu góða. Fylgi mitt við hugmyndina hefur styrkst á því rúma ári sem ég hef setið í þingflokki þar sem fimmtungur þingmannanna eru ráðherrar. Vald ráherranna er mikið í þingflokknum og get ég rétt ímyndað mér áhrif framkvæmdarvaldshafanna þar sem hlutfall þeirra er hærra í þingflokki. Þetta er ekki vegna þess að ráðherrarnir séu bullur sem vaða yfir samflokksmenn. Það er ekki nema eðlilegt að ráðherrar leggi mikla áherslu á að ná fram sem mestu í þeim málflokki sem þeir eru ábyrgir fyrir. Þess vegna er einmitt nauðsynlegt að hafa meiri fjarlægð milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Um árabil hefur verið gagnrýnt að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina. Nokkuð er til í því. Þessu á auðvitað að vera öfugt farið. Framkvæmdarvaldið á að starfa innan þess ramma sem löggjafinn ákveður. Auðvitað finna íhaldsmenn allra flokka einhverja ástæðu til að samþykkja tillöguna ekki. Sumir eru einfaldlega á móti slíkri breytingu, það er gott og blessað. Sumir segja að styrkur stjórnarflokka muni aukast. Það er ekki rétt. Styrkur stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi ræðst af atkvæðum. Atkvæði stjórnarflokka verða jafn mörg eftir sem áður. Sumir segja að þetta sé ekki rétti tíminn til að gera breytingar af þessu tagi. – Það segja íhaldsmenn alltaf. Hallærislegast er samt þegar sagt er að breyta þurfi sætaskipan í þingsalnum eða að þingsalurinn sé of lítill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar samþykkti flokksstjórn Samfylkingarinnar tillögu þess efnis að ráðherrar Samfylkingarinnar vikju af þingi og kölluðu inn fyrir sig varamenn. Svolítil umræða varð um þetta – í Fréttablaðinu að minnsta kosti – og minnist ég leiðara Ólafs Stephensen og greinar Þorsteins Pálssonar. Báðir gátu þeir þess að Siv Friðleifsdóttir hefur ítrekað flutt á Alþingi tillögu til breytingar á stjórnarskránni um slíkan aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Báðir sögðu þeir líka réttilega að lög heimila ráðherrum ekki að segja tímabundið af sér þingmennsku. Sú sem þetta skrifar var satt að segja svolítið fúl yfir því að hvorugur þeirra gat frumvarps sem lagt var fram á Alþingi sl. vor og hún er fyrsti flutningsmaður að, en við vorum 19 sem fluttum frumvarpið. – Þó er ekki við neinn að sakast í þeim efnum, nema hana sjálfa því ljóst er að hún hefur ekki haldið málinu nógsamlega á lofti. Með frumvarpinu er lagt til að þingmaður sem tekur við ráðherraembætti geti látið af þingstörfum þegar leiðin liggur í stjórnarráðið og horfið aftur til þingstarfa á kjörtímabilinu ef breytingar verða á ríkisstjórninni eða öðrum hans högum. Vafasamt er að hægt sé að banna þingmanni að gegna ráðherrastörfum nema að það sé gert í stjórnarskrá. Þess vegna er lagt til að ráðherrafólk ráði þessu sjálft og geti ef þau svo kjósa tekið sér leyfi frá þingstörfum. Kannski má kalla þetta biðleik þangað til ákvæðið verður vonandi fest í stjórnarskrá. – Verði ákvæðið ekki fest í stjórnarskrá stæði þetta þó ennþá þeim til boða sem telja að þetta sé hið eðlilega fyrirkomulag. Það er aldeilis ekki ný hugmynd að betri aðskilnaður milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds sé af hinu góða. Fylgi mitt við hugmyndina hefur styrkst á því rúma ári sem ég hef setið í þingflokki þar sem fimmtungur þingmannanna eru ráðherrar. Vald ráherranna er mikið í þingflokknum og get ég rétt ímyndað mér áhrif framkvæmdarvaldshafanna þar sem hlutfall þeirra er hærra í þingflokki. Þetta er ekki vegna þess að ráðherrarnir séu bullur sem vaða yfir samflokksmenn. Það er ekki nema eðlilegt að ráðherrar leggi mikla áherslu á að ná fram sem mestu í þeim málflokki sem þeir eru ábyrgir fyrir. Þess vegna er einmitt nauðsynlegt að hafa meiri fjarlægð milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins. Um árabil hefur verið gagnrýnt að Alþingi sé ekki annað en afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina. Nokkuð er til í því. Þessu á auðvitað að vera öfugt farið. Framkvæmdarvaldið á að starfa innan þess ramma sem löggjafinn ákveður. Auðvitað finna íhaldsmenn allra flokka einhverja ástæðu til að samþykkja tillöguna ekki. Sumir eru einfaldlega á móti slíkri breytingu, það er gott og blessað. Sumir segja að styrkur stjórnarflokka muni aukast. Það er ekki rétt. Styrkur stjórnar og stjórnarandstöðu á þingi ræðst af atkvæðum. Atkvæði stjórnarflokka verða jafn mörg eftir sem áður. Sumir segja að þetta sé ekki rétti tíminn til að gera breytingar af þessu tagi. – Það segja íhaldsmenn alltaf. Hallærislegast er samt þegar sagt er að breyta þurfi sætaskipan í þingsalnum eða að þingsalurinn sé of lítill.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun