Landið tekur að rísa! - Grein 5 26. ágúst 2010 06:45 Íslendingar eru sjálfstæð og fullvalda þjóð með eigin örlög í sínum höndum. Þannig viljum við hafa það og það er stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. En maðurinn er aldrei einn og eins er það með þjóðirnar. Stjórnmála- og viðskiptasambönd, þátttaka í margskonar tvíhliða og marghliða samstarfi, aðild að alþjóðastofnunum og sáttmálum eru óaðskiljanlegur hluti þess að vera til og þróast sem sjálfstætt ríki meðal ríkja, sem þjóð meðal þjóða. Við úrlausn mála eftir efnahagshrun er sjálfstæðið áfram mikilvægur útgangspunktur allrar okkar vinnu. Við ætlum sem sjálfstæð þjóð, ekki síst efnahagslega sjálfstæð, að endurreisa hér það sem hrundi og sanna okkur á ný sem ráðvant og ábyrg fólkt. Þar höfum við verk að vinna því orðspor okkar er laskað. Svo gripið sé til sögulegrar líkingar þá má segja að ótrúlega fáir hafi valdið ótrúlega mörgum, þ.e. heilli þjóð, ótrúlega miklum skaða. Í reynd heyjum við sjálfstæðisbaráttu sem nú og sennilega nokkur næstu árin mun fyrst og fremst miða að því að tryggja fullt efnahagslegt sjálfstæði landsins. Án þess að endurreisa hér traustan efnahag, tryggja góð lífskjör og fulla atvinnu verðum við ekki sjálfstæð í reynd eða að minnta kosti ekki á þann hátt sem við viljum. Ísland og EvrópusambandiðMörgum kann að virðast það sem hér að ofan er sagt í mótsögn við þá staðreynd að meirihluti alþingismanna og undirritaður þar með talinn stóð að því að lögð var inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu fyrir ári síðan. Það var erfið ákvörðun að taka en rökin voru þau - fyrir utan stjórnmálalegar ástæður þ.e. málamiðlun milli samstarfsflokka í ríkisstjórn, - að fá botn í það hvað er í boði og fá einhverja niðurstöðu í áratuga langa umræðu um hvernig framtíðartengslum Íslands við Evrópusambandið skuli háttað. Um leið skýrist hvert verður framtíðarumhverfið í gjaldmiðilsmálum okkar og við getum hagað efnahagsuppbyggingunni í samræmi við það. Fari svo að samningsniðurstaða náist sem þykir á borð leggjandi verður það þjóðin sjálf sem ræður úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hin lýðræðislega nálgun í þessu stórmáli, og sem á að viðhafa í öðrum slíkum, að okkar mati í VG. Til að taka af öll tvímæli hefur ekki orðið nein breyting á afstöðu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Evrópumálum. Við erum andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en við óttumst ekki opna lýðræðislega umræðu og þá niðurstöðu sem slík umræða skilar. Icesave hluti af mjög stórri heildEnn er ófrágengið hvernig uppgjöri milli Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi og breskra og hollenskra gagnaðila verður háttað. Icesave-málið hefur sannarlega reynt á þolrifin í okkur öllum en við hljótum samt að vera sammála um að nálgast málið eins og sjálfstæðri þjóð sæmir. Hluti af sjálfstæðinu er að leysa á ábyrgan hátt úr deilumálum við aðrar þjóðir. Jafnframt fylgir sjálfstæðinu bæði réttindi og skyldur. Rétt eins og sigrarnir eru okkar þegar þeir vinnast eru ósigrarnir og mistökin það líka. Við getum ekki eignað okkur annað en afneitað hinu. Undirritaður er enn jafn eindregið þeirrar skoðunar og hann var á útmánuðum 2009, eftir að hafa kafað ofaní saumana á málinu, að samningaleiðin sé farsælust og áhættuminnst fyrir Ísland. Málið hefur valdið og mun, óleyst, valda okkur áfram margvíslegum erfiðleikum. Þeir sem nú tala digurbarkalega um að okkur hafi þó ekki gengið verr en raun ber vitni þrátt fyrir óleyst Icesave-mál vita minnst um þá baráttu sem það hefur kostað bak við tjöldin að halda hlutum í horfinu, t.d. knýja fram aðra endurskoðun samstarfsins við AGS þrátt fyrir stöðu Icesave-málsins. Eitt af verkefnum núverandi ríkisstjórnar hefur verið að endurreisa trúverðugleika Íslands út á við og sýna fram á að hér starfi ábyrg stjórnvöld. Rannsóknarskýrsla Alþingis sýnir með ótvíræðum hætti að orðspor Íslands erlendis hrundi meðal annars vegna þess að þáverandi ríkisstjórn landsins hlustaði ekki á vinaþjóðir og var algjörlega ótrúverðug í sínum aðgerðum. Lausn Icesave-málsins, auðvitað eins hagstæð og aðstæður frekast bjóða hverju sinni, er nauðsynleg forsenda fyrir áframhaldandi endurreisn efnahagslífsins og liður í að koma á eðlilegu ástandi í samskiptum okkar við umheiminn, opna aðgang að erlendum fjármálamörkuðum og endurreisa orðspor okkar. Icesave-málið er því ekki einangrað vandamál heldur hluti af mjög stórri heild, því að koma Íslandi áfram. AGSÍsland hefur verið aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum frá því sjóðnum var komið á laggirnar 1946. Sá sjóður á sér misjafna sögu víðs vegar um heim. Samstarf Íslands við AGS hefur verið vandræðalaust ef frá eru taldar tafir vegna óskyldra mála sem við vorum að sjálfsögðu ekki sátt við. Sjóðurinn er sér meðvitaður um að í tilviki Íslands er hann í samstarfi við norrænt velferðarríki og að hann á sjálfur, ekki síður en við, mikið undir í því að vel til takist. Tillögur hans í skattamálum eru til marks um þetta. Þær miðast við að hér sé hægt að halda uppi samneyslu í norrænum anda og ná fram jöfnuði í þjóðfélaginu. Samstarf okkar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hefur til þessa verið málefnalegt og það hefur reynst mögulegt að aðlaga ýmislegt í upphaflegri áætlun að okkar aðstæðum. Ef allt fer að óskum þá lýkur samstarfsáætluninni að ári og að sjálfsögðu munum við fagna þeim tímamótum. Framtíðin er umhverfismálVinstrihreyfingin - grænt framboð er eins og nafnið bendir til grænn flokkur, umhverfisflokkur. Við leggjum ekki áherslu á umhverfismál bara vegna okkar eigin hugsjóna eða hagsmuna sem þjóðar. Umhverfismálin og framvinda sjálfbærrar þróunar eru mikilvægustu alþjóðamál okkar tíma. Átök framtíðarinnar í heiminum verða um auðlindir á borð við vatn. Átökin verða hörðust þar sem umhverfismálin hafa verið vanrækt. Umhverfismálin snúast því um örlög mannkynsins. Það er mikilvægt fyrir Ísland, bæði fyrir landið sjálft og sem hluta af heiminum, að málstað umhverfisins og sjálfbærrar þróunar sé haldið til haga af myndugleik í ríkisstjórn og á Alþingi. Vænlegasti kosturinn til þess er Vinstrihreyfingin - grænt framboð og áframhaldandi samstarf innan núverandi ríkisstjórnar sem gert hefur umhverfismálum hærra undir höfði í áherslum sínum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi. Hornsteinar utanríkisstefnunarHornsteinar utanríkisstefnu okkar eru þessir; Sjálfstæði þjóðarinnar í samvinnu innan Sameinuðu þjóðanna, í vestnorrænu, norrænu og evrópsku samstarfi og með heiminn allan undir á tímum hnattræns samruna. Svæðissamvinna við Norður-Atlantshaf og Norðurslóðasamstarf eru mikilvæg verkefni næstu áratuga. Það samstarf þarf að byggja á framsýnni umhverfisstefnu, virðingu fyrir sjálfstæði einstakra þjóða, friðarviðleitni í þágu alls mannkyns og jafnari skiptingu lífsins gæða. Öðruvísi komumst við og mannkynið allt ekki af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steingrímur J. Sigfússon Tengdar fréttir Landið tekur að rísa! - Grein 4 Í fyrri greinum hefur verið farið yfir orsakir og afleiðingar bankahrunsins, þann árangur sem þegar hefur náðst í glímunni við kreppuna og staða þjóðarbúsins verið greind. Um leið og því ber að fagna sem áunnist hefur er engin ástæða til að draga dul á að mikil og erfið verkefni bíða úrlausnar. Nú verður farið yfir nokkur þau helstu hér innanlands. Þau sem bíða okkar í samskiptum við erlenda aðila verða reifuð síðar. 25. ágúst 2010 06:00 Landið tekur að rísa! - Grein 3 Almenningur þekkir vel af eigin raun hversu mikið högg íslenska hagkerfið hlaut við fall bankanna síðla árs 2008. Stærð þeirra og umsvif ollu því að vandi Íslands varð mun meiri en önnur ríki hafa staðið frammi fyrir af sambærilegum ástæðum. Um orsakir þessa hef ég þegar fjallað í fyrri greinum, en sný mér nú að jákvæðum teiknum sem eru á lofti í íslensku efnahagslífi. 23. ágúst 2010 06:00 Landið tekur að rísa! - Grein 1 Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn. 19. ágúst 2010 06:00 Landið tekur að rísa! - Grein 2 Aðgerðir ríkisstjórna og árangur, febrúar 2009 - ágúst 2010, grein 2. 21. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru sjálfstæð og fullvalda þjóð með eigin örlög í sínum höndum. Þannig viljum við hafa það og það er stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. En maðurinn er aldrei einn og eins er það með þjóðirnar. Stjórnmála- og viðskiptasambönd, þátttaka í margskonar tvíhliða og marghliða samstarfi, aðild að alþjóðastofnunum og sáttmálum eru óaðskiljanlegur hluti þess að vera til og þróast sem sjálfstætt ríki meðal ríkja, sem þjóð meðal þjóða. Við úrlausn mála eftir efnahagshrun er sjálfstæðið áfram mikilvægur útgangspunktur allrar okkar vinnu. Við ætlum sem sjálfstæð þjóð, ekki síst efnahagslega sjálfstæð, að endurreisa hér það sem hrundi og sanna okkur á ný sem ráðvant og ábyrg fólkt. Þar höfum við verk að vinna því orðspor okkar er laskað. Svo gripið sé til sögulegrar líkingar þá má segja að ótrúlega fáir hafi valdið ótrúlega mörgum, þ.e. heilli þjóð, ótrúlega miklum skaða. Í reynd heyjum við sjálfstæðisbaráttu sem nú og sennilega nokkur næstu árin mun fyrst og fremst miða að því að tryggja fullt efnahagslegt sjálfstæði landsins. Án þess að endurreisa hér traustan efnahag, tryggja góð lífskjör og fulla atvinnu verðum við ekki sjálfstæð í reynd eða að minnta kosti ekki á þann hátt sem við viljum. Ísland og EvrópusambandiðMörgum kann að virðast það sem hér að ofan er sagt í mótsögn við þá staðreynd að meirihluti alþingismanna og undirritaður þar með talinn stóð að því að lögð var inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu fyrir ári síðan. Það var erfið ákvörðun að taka en rökin voru þau - fyrir utan stjórnmálalegar ástæður þ.e. málamiðlun milli samstarfsflokka í ríkisstjórn, - að fá botn í það hvað er í boði og fá einhverja niðurstöðu í áratuga langa umræðu um hvernig framtíðartengslum Íslands við Evrópusambandið skuli háttað. Um leið skýrist hvert verður framtíðarumhverfið í gjaldmiðilsmálum okkar og við getum hagað efnahagsuppbyggingunni í samræmi við það. Fari svo að samningsniðurstaða náist sem þykir á borð leggjandi verður það þjóðin sjálf sem ræður úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hin lýðræðislega nálgun í þessu stórmáli, og sem á að viðhafa í öðrum slíkum, að okkar mati í VG. Til að taka af öll tvímæli hefur ekki orðið nein breyting á afstöðu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Evrópumálum. Við erum andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en við óttumst ekki opna lýðræðislega umræðu og þá niðurstöðu sem slík umræða skilar. Icesave hluti af mjög stórri heildEnn er ófrágengið hvernig uppgjöri milli Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi og breskra og hollenskra gagnaðila verður háttað. Icesave-málið hefur sannarlega reynt á þolrifin í okkur öllum en við hljótum samt að vera sammála um að nálgast málið eins og sjálfstæðri þjóð sæmir. Hluti af sjálfstæðinu er að leysa á ábyrgan hátt úr deilumálum við aðrar þjóðir. Jafnframt fylgir sjálfstæðinu bæði réttindi og skyldur. Rétt eins og sigrarnir eru okkar þegar þeir vinnast eru ósigrarnir og mistökin það líka. Við getum ekki eignað okkur annað en afneitað hinu. Undirritaður er enn jafn eindregið þeirrar skoðunar og hann var á útmánuðum 2009, eftir að hafa kafað ofaní saumana á málinu, að samningaleiðin sé farsælust og áhættuminnst fyrir Ísland. Málið hefur valdið og mun, óleyst, valda okkur áfram margvíslegum erfiðleikum. Þeir sem nú tala digurbarkalega um að okkur hafi þó ekki gengið verr en raun ber vitni þrátt fyrir óleyst Icesave-mál vita minnst um þá baráttu sem það hefur kostað bak við tjöldin að halda hlutum í horfinu, t.d. knýja fram aðra endurskoðun samstarfsins við AGS þrátt fyrir stöðu Icesave-málsins. Eitt af verkefnum núverandi ríkisstjórnar hefur verið að endurreisa trúverðugleika Íslands út á við og sýna fram á að hér starfi ábyrg stjórnvöld. Rannsóknarskýrsla Alþingis sýnir með ótvíræðum hætti að orðspor Íslands erlendis hrundi meðal annars vegna þess að þáverandi ríkisstjórn landsins hlustaði ekki á vinaþjóðir og var algjörlega ótrúverðug í sínum aðgerðum. Lausn Icesave-málsins, auðvitað eins hagstæð og aðstæður frekast bjóða hverju sinni, er nauðsynleg forsenda fyrir áframhaldandi endurreisn efnahagslífsins og liður í að koma á eðlilegu ástandi í samskiptum okkar við umheiminn, opna aðgang að erlendum fjármálamörkuðum og endurreisa orðspor okkar. Icesave-málið er því ekki einangrað vandamál heldur hluti af mjög stórri heild, því að koma Íslandi áfram. AGSÍsland hefur verið aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum frá því sjóðnum var komið á laggirnar 1946. Sá sjóður á sér misjafna sögu víðs vegar um heim. Samstarf Íslands við AGS hefur verið vandræðalaust ef frá eru taldar tafir vegna óskyldra mála sem við vorum að sjálfsögðu ekki sátt við. Sjóðurinn er sér meðvitaður um að í tilviki Íslands er hann í samstarfi við norrænt velferðarríki og að hann á sjálfur, ekki síður en við, mikið undir í því að vel til takist. Tillögur hans í skattamálum eru til marks um þetta. Þær miðast við að hér sé hægt að halda uppi samneyslu í norrænum anda og ná fram jöfnuði í þjóðfélaginu. Samstarf okkar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hefur til þessa verið málefnalegt og það hefur reynst mögulegt að aðlaga ýmislegt í upphaflegri áætlun að okkar aðstæðum. Ef allt fer að óskum þá lýkur samstarfsáætluninni að ári og að sjálfsögðu munum við fagna þeim tímamótum. Framtíðin er umhverfismálVinstrihreyfingin - grænt framboð er eins og nafnið bendir til grænn flokkur, umhverfisflokkur. Við leggjum ekki áherslu á umhverfismál bara vegna okkar eigin hugsjóna eða hagsmuna sem þjóðar. Umhverfismálin og framvinda sjálfbærrar þróunar eru mikilvægustu alþjóðamál okkar tíma. Átök framtíðarinnar í heiminum verða um auðlindir á borð við vatn. Átökin verða hörðust þar sem umhverfismálin hafa verið vanrækt. Umhverfismálin snúast því um örlög mannkynsins. Það er mikilvægt fyrir Ísland, bæði fyrir landið sjálft og sem hluta af heiminum, að málstað umhverfisins og sjálfbærrar þróunar sé haldið til haga af myndugleik í ríkisstjórn og á Alþingi. Vænlegasti kosturinn til þess er Vinstrihreyfingin - grænt framboð og áframhaldandi samstarf innan núverandi ríkisstjórnar sem gert hefur umhverfismálum hærra undir höfði í áherslum sínum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi. Hornsteinar utanríkisstefnunarHornsteinar utanríkisstefnu okkar eru þessir; Sjálfstæði þjóðarinnar í samvinnu innan Sameinuðu þjóðanna, í vestnorrænu, norrænu og evrópsku samstarfi og með heiminn allan undir á tímum hnattræns samruna. Svæðissamvinna við Norður-Atlantshaf og Norðurslóðasamstarf eru mikilvæg verkefni næstu áratuga. Það samstarf þarf að byggja á framsýnni umhverfisstefnu, virðingu fyrir sjálfstæði einstakra þjóða, friðarviðleitni í þágu alls mannkyns og jafnari skiptingu lífsins gæða. Öðruvísi komumst við og mannkynið allt ekki af.
Landið tekur að rísa! - Grein 4 Í fyrri greinum hefur verið farið yfir orsakir og afleiðingar bankahrunsins, þann árangur sem þegar hefur náðst í glímunni við kreppuna og staða þjóðarbúsins verið greind. Um leið og því ber að fagna sem áunnist hefur er engin ástæða til að draga dul á að mikil og erfið verkefni bíða úrlausnar. Nú verður farið yfir nokkur þau helstu hér innanlands. Þau sem bíða okkar í samskiptum við erlenda aðila verða reifuð síðar. 25. ágúst 2010 06:00
Landið tekur að rísa! - Grein 3 Almenningur þekkir vel af eigin raun hversu mikið högg íslenska hagkerfið hlaut við fall bankanna síðla árs 2008. Stærð þeirra og umsvif ollu því að vandi Íslands varð mun meiri en önnur ríki hafa staðið frammi fyrir af sambærilegum ástæðum. Um orsakir þessa hef ég þegar fjallað í fyrri greinum, en sný mér nú að jákvæðum teiknum sem eru á lofti í íslensku efnahagslífi. 23. ágúst 2010 06:00
Landið tekur að rísa! - Grein 1 Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn. 19. ágúst 2010 06:00
Landið tekur að rísa! - Grein 2 Aðgerðir ríkisstjórna og árangur, febrúar 2009 - ágúst 2010, grein 2. 21. ágúst 2010 06:00
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar