Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Steingrímur var handtekinn í Venesúela í Suður-Ameríku í síðasta mánuði. Hann var afhentur íslenskum lögregluyfirvöldum á föstudag en hann er grunaður um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu.
Málið kom upp um miðjan september og hafa nokkrir aðilar setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn þess.
Steingrímur kominn til Íslands - tveggja vikna gæsluvarðhald
Jón Hákon Halldórsson skrifar
