Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir það hafa verið mistök hjá Leonardo, þjálfara AC Milan, að nota David Beckham inn á miðjunni í 2-3 tapi AC Milan á móti United í Meistaradeildinni í vikunni.
David Beckham sóttist alltaf eftir því að spila inn á miðri miðjunni hjá Manchester United en fékk það sjaldnast. Ein af fáum undantekningum er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 1999 en í þeim leik voru bæði Paul Scholes og Roy Keane í leikbanni.
Sir Alex Ferguson var sammála útvarpsmanninum Giorgio Chinaglia um að David Beckham geti ekki spilað inn á miðjunni heldur aðeins út á vængnum þegar Ferguson mætti í viðtal á bandarísku útvarpsstöðinni Sirius.
„Það er rétt hjá þér. Það kom mér á óvart að þeir notuðu David inn á miðri miðjunni. Að mínu mati áttu þeir að nota hann út á vængnum. Þeir missa þarna af því sem hann gerir best sem er að koma með góðar fyrirgjafir," sagði Ferguson.
Ferguson: Beckham á að spila á kantinum en ekki inn á miðjunni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti



Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn


Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti


