„Við vissum hvað við þurfum að gera og það var að ná úrslitunum sem tryggðu okkur sigurinn í riðlinu. Mér fannst Valencia komast yfir gegn gangi leiksins," sagði Wayne Rooney í viðltali við Sky Sports.
„Við vorum betri í seinni hálfleik og náðum að jafna. Síðustu 10 mínúturnar reyndu síðan á taugarnar en við gerðum vel í að halda jafnteflinu og tryggja okkur fyrsta sætið í riðlinum," sagði Rooney.

„Ég þarf að vera skarpari í kringum vítateiginn og fyrir framan markið en heilt yfir þá er ég ánægður með bæði formið og eigin frammistöðu í þessum leik," sagði Rooney sem átti meðal annars sláarskot í leiknum.