Fallið frá kyrrsetningu eigna Hafnsteinn Hauksson skrifar 29. júní 2010 18:19 Fallið hefur verið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóns Sigurðssonar og Hannesar Smárasonar eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins, Skarphéðins Bergs Steinarssonar. Um miðjan síðasta mánuð fór skattrannsóknarstjóri fram á að eignir fjórmenninganna yrðu kyrrsettar vegna meintra brota FL Group á lögum um virðisaukaskatt. Kyrrsetningin fór fram á grundvelli nýrrar lagaheimildar í lögum um tekjuskatt sem heimilar kyrrsetningu eigna til að tryggja skattgreiðslur, án þess að höfða þurfi staðfestingarmál. Hins vegar mega þolendur kyrrsetningarinnar fara með ágreiningsmál um lögmæti hennar fyrir dómstóla. Það gerði Skarphéðinn og var kyrrsetningin felld úr gildi fyrir Hæstarétti í síðustu viku. Dómstóllinn taldi að í lögum um tekjuskatt væri ekki að finna heimild til kyrrsetningar vegna brota á lögum um virðisaukaskatt og því hafi skort lagaskilyrði fyrir kyrrsetningunni. Snorri Olsen, tollstjóri, segist í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um einstök mál, en staðfestir að í sambærilegum málum og Skarphéðins Bergs hafi verið óskað eftir því við sýslumann að kyrrsetning eigna málsaðila verði tekin upp að nýju og fallið verði frá henni. Bryndís Pétursdóttir, skattrannsóknarstjóri, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Þess ber þó að geta að ráðist var í kyrrsetningu eigna fjórmenninganna í tíð Stefáns Skjaldarssonar sem sinnti embættinu í fjarveru Bryndísar. Innlent Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Fallið hefur verið frá kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóns Sigurðssonar og Hannesar Smárasonar eftir að að dómstólar felldu úr gildi ákvörðun sýslumanns um kyrrsetningu eigna fjórða mannsins, Skarphéðins Bergs Steinarssonar. Um miðjan síðasta mánuð fór skattrannsóknarstjóri fram á að eignir fjórmenninganna yrðu kyrrsettar vegna meintra brota FL Group á lögum um virðisaukaskatt. Kyrrsetningin fór fram á grundvelli nýrrar lagaheimildar í lögum um tekjuskatt sem heimilar kyrrsetningu eigna til að tryggja skattgreiðslur, án þess að höfða þurfi staðfestingarmál. Hins vegar mega þolendur kyrrsetningarinnar fara með ágreiningsmál um lögmæti hennar fyrir dómstóla. Það gerði Skarphéðinn og var kyrrsetningin felld úr gildi fyrir Hæstarétti í síðustu viku. Dómstóllinn taldi að í lögum um tekjuskatt væri ekki að finna heimild til kyrrsetningar vegna brota á lögum um virðisaukaskatt og því hafi skort lagaskilyrði fyrir kyrrsetningunni. Snorri Olsen, tollstjóri, segist í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um einstök mál, en staðfestir að í sambærilegum málum og Skarphéðins Bergs hafi verið óskað eftir því við sýslumann að kyrrsetning eigna málsaðila verði tekin upp að nýju og fallið verði frá henni. Bryndís Pétursdóttir, skattrannsóknarstjóri, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Þess ber þó að geta að ráðist var í kyrrsetningu eigna fjórmenninganna í tíð Stefáns Skjaldarssonar sem sinnti embættinu í fjarveru Bryndísar.
Innlent Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira