Steinunn Stefánsdóttir: Á fáki fráum í bílaborginni 6. maí 2010 06:30 Þeim fer góðu heilli stöðugt fjölgandi sem nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu og víðar í þéttbýli. Lengi vel var litið svo á að veður og mishæðir gerðu að verkum að á Íslandi hentuðu hjól ekki til að komast á milli staða. Það viðhorf er breytt og nú er ekki lengur litið á reiðhjól sem leikföng, fyrst og fremst fyrir börn, heldur eru þau að festast í sessi sem fullgild farartæki. Árlegt átak Hjólað í vinnuna hefur verið mörgum hvatning til að nota reiðhjól og þótt þorri fólks leggi kannski reiðhjólinu fljótlega eftir að átakinu lýkur þá skilar það alltaf einhverri fjölgun í hópi hjólandi borgara. Vel fer á því að átakið hjólað í vinnuna skuli standa yfir á lokasprettinum fyrir hinar allt of gleymdu sveitarstjórnarkosningar sem fram fara eftir aðeins rúmar þrjár vikur. Það minnir á að í borg og þéttbýli eru samgöngur meðal brýnna mála sem kosið er um. Undanfarin ár hefur bílaeign borgarbúa aukist og mikið hefur verið lagt í að greiða umferð einkabíla um borgina. Á sama tíma hefur dregið úr ferðum strætisvagna auk þess sem umferðarmannvirki sem fyrst og fremst miðast við bíla eru oft heldur óaðgengileg og óaðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessari þróun verður að snúa við og er áætlun borgarinnar um hjólaborgina Reykjavík viðleitni til þess. Sú áætlun snýr fyrst og fremst að því að byggja upp gott hjólastíganet sem vissulega er ein af forsendum þess að reiðhjólið sé aðlaðandi valkostur í amstri hvunndagsins. Fleira þarf þó að koma til. Daglegt amstur fólks er flóknara en svo að koma sér að morgni frá heimili að vinnustað og svo aftur til baka að kvöldi. Börn þurfa að komast í leikskóla og skóla og svo þarf að draga björg í bú. Til þess að borg sé aðlaðandi hjólaborg þarf að vera greið og góð hjólaleið að skólum og best væri auðvitað að um leið drægi úr umferð bíla þar því þeir auka jú hættuna fyrir reiðhjólafólkið, ekki síst börnin. Sú þróun að matvöruverslanir eru nú færri og stærri en áður er ekki heldur reiðhjólahvetjandi. Það er ekkert sérstaklega aðgengilegt fyrir hjólafólk að þurfa að taka stóran krók til að versla og hjóla svo langa vegalengd með kvöldmatinn og mjólkina. Þannig eru verslanir í íbúðahverfum að vissu leyti bæði samgöngu- og umhverfismál sem mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar hafi sýn á. Það skiptir borgarbúa miklu máli að draga úr notkun einkabíla. Það er brýnt umhverfismál vegna mengunar af útblæstri og vegna svifryks. Hjólreiðar eru þannig ekki holl og góð hreyfing sem gaman er að stunda í átaki nokkrar vikur á ári. Þær eru ein þeirra leiða sem við eigum til að gera umhverfi okkar bæði hreinna og meira aðlaðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þeim fer góðu heilli stöðugt fjölgandi sem nota reiðhjól til að komast leiðar sinnar á höfuðborgarsvæðinu og víðar í þéttbýli. Lengi vel var litið svo á að veður og mishæðir gerðu að verkum að á Íslandi hentuðu hjól ekki til að komast á milli staða. Það viðhorf er breytt og nú er ekki lengur litið á reiðhjól sem leikföng, fyrst og fremst fyrir börn, heldur eru þau að festast í sessi sem fullgild farartæki. Árlegt átak Hjólað í vinnuna hefur verið mörgum hvatning til að nota reiðhjól og þótt þorri fólks leggi kannski reiðhjólinu fljótlega eftir að átakinu lýkur þá skilar það alltaf einhverri fjölgun í hópi hjólandi borgara. Vel fer á því að átakið hjólað í vinnuna skuli standa yfir á lokasprettinum fyrir hinar allt of gleymdu sveitarstjórnarkosningar sem fram fara eftir aðeins rúmar þrjár vikur. Það minnir á að í borg og þéttbýli eru samgöngur meðal brýnna mála sem kosið er um. Undanfarin ár hefur bílaeign borgarbúa aukist og mikið hefur verið lagt í að greiða umferð einkabíla um borgina. Á sama tíma hefur dregið úr ferðum strætisvagna auk þess sem umferðarmannvirki sem fyrst og fremst miðast við bíla eru oft heldur óaðgengileg og óaðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessari þróun verður að snúa við og er áætlun borgarinnar um hjólaborgina Reykjavík viðleitni til þess. Sú áætlun snýr fyrst og fremst að því að byggja upp gott hjólastíganet sem vissulega er ein af forsendum þess að reiðhjólið sé aðlaðandi valkostur í amstri hvunndagsins. Fleira þarf þó að koma til. Daglegt amstur fólks er flóknara en svo að koma sér að morgni frá heimili að vinnustað og svo aftur til baka að kvöldi. Börn þurfa að komast í leikskóla og skóla og svo þarf að draga björg í bú. Til þess að borg sé aðlaðandi hjólaborg þarf að vera greið og góð hjólaleið að skólum og best væri auðvitað að um leið drægi úr umferð bíla þar því þeir auka jú hættuna fyrir reiðhjólafólkið, ekki síst börnin. Sú þróun að matvöruverslanir eru nú færri og stærri en áður er ekki heldur reiðhjólahvetjandi. Það er ekkert sérstaklega aðgengilegt fyrir hjólafólk að þurfa að taka stóran krók til að versla og hjóla svo langa vegalengd með kvöldmatinn og mjólkina. Þannig eru verslanir í íbúðahverfum að vissu leyti bæði samgöngu- og umhverfismál sem mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar hafi sýn á. Það skiptir borgarbúa miklu máli að draga úr notkun einkabíla. Það er brýnt umhverfismál vegna mengunar af útblæstri og vegna svifryks. Hjólreiðar eru þannig ekki holl og góð hreyfing sem gaman er að stunda í átaki nokkrar vikur á ári. Þær eru ein þeirra leiða sem við eigum til að gera umhverfi okkar bæði hreinna og meira aðlaðandi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun