Orð eru til alls fyrst Margrét María Sigurðardóttir skrifar 17. nóvember 2010 06:00 Nýlega fögnuðum við degi íslenskrar tungu og er þá vel við hæfi að íslenska þjóðin staldri við og minnist þess hve mikilvægt og stórt hlutverk íslenska tungan hefur í samfélagi okkar. Á sama tíma og við gleðjumst er mikilvægt að huga að því að það standa ekki öll börn jafnfætis þegar það kemur að tungumálinu okkar. Mörg börn þurfa á sérstakri aðstoð að halda til að geta tjáð sig eða öðlast málskilning. Íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að ná eðlilegum þroska, eins og meðal annars kemur fram í 6. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er því mikilvægt að gera öllum börnum kleift að ná eins góðum málþroska og hægt er, án nokkurrar mismununar. Eðlilegur málþroski skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og er forsenda fyrir því að börn geti notið ýmissa annarra réttinda sinna, svo sem rétt til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Þegar barn á í erfiðleikum með að tjá sig getur það haft áhrif á félagsleg tengsl og líðan þess. Ef barn nær ekki góðum tökum á móðurmáli sínu í æsku getur það því takmarkað verulega framtíðarmöguleika þess. Þjónusta talmeinafræðinga skiptir miklu máli fyrir börn sem af einhverjum ástæðum þurfa aðstoð til að ná tökum á tungumálinu. Frá árinu 2007 hefur orðið neikvæð þróun á málefnum umræddra barna. Umboðsmaður barna hefur fengið fjölmargar ábendingar um að greiðslubyrði foreldra vegna talþjálfunar barna hafi aukist mikið og sumir treysta sér ekki til að kaupa þjónustuna þar sem um umtalsverðan kostnað er að ræða. Þessi þróun er óásættanleg að mati umboðsmanns barna, enda er um mikilvæg réttindi barna að ræða. Einungis sex talmeinafræðingar á landinu eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands, þar af einn á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim tilvikum sem talmeinafræðingar eru með slíkan samning greiða Sjúkratryggingar Íslands stóran hluta af kostnaðinum, eða 5.584 kr. fyrir hvern tíma en foreldrar greiða 1.396 kr. Þegar talmeinafræðingar eru ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands er hins vegar einungis veittur 2.000. kr. styrkur í fyrstu 25 skiptin sem barn fer til talmeinafræðings á 12 mánaða tímabili en eftir það 4.000 kr. á sama tímabili. Þar sem hver tími hjá talmeinafræðingi utan samnings kostar á bilinu 6.500 til 7.600 kr. er því ljóst að foreldrar þurfa að greiða töluvert háar fjárhæðir fyrir talþjálfun í langflestum tilvikum. Ljóst er að þessi kostnaður getur verið verulega íþyngjandi fyrir foreldra og leiðir til þess að mörg ofangreindra barna fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Börnum er því mismunað að þessu leyti eftir efnahag foreldra, en það er ekki í samræmi við 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna. Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Umboðsmaður hefur ítrekað komið ábendingum um nauðsyn þess að tryggja öllum börnum þá talþjálfun sem þau þurfa, meðal annars með bréfum til stjórnvalda, á fundum með ráðherrum, í fjölmiðlum o.fl. Umboðsmaður vinnur nú að gerð skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Íslands á Barnasáttmálanum. Vegna þeirrar vinnu hefur umboðsmaður fundað með ráðherrum og notað tækifærið til að minna á þetta alvarlega mál. Allir virðast sammála um að þörf sé á úrbótum. Þar sem orð eru til alls fyrst vonar umboðsmaður barna að breytinga sé að vænta í þessum málaflokki og að börnum verði tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét María Sigurðardóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Nýlega fögnuðum við degi íslenskrar tungu og er þá vel við hæfi að íslenska þjóðin staldri við og minnist þess hve mikilvægt og stórt hlutverk íslenska tungan hefur í samfélagi okkar. Á sama tíma og við gleðjumst er mikilvægt að huga að því að það standa ekki öll börn jafnfætis þegar það kemur að tungumálinu okkar. Mörg börn þurfa á sérstakri aðstoð að halda til að geta tjáð sig eða öðlast málskilning. Íslenska ríkinu ber skylda til þess að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að ná eðlilegum þroska, eins og meðal annars kemur fram í 6. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er því mikilvægt að gera öllum börnum kleift að ná eins góðum málþroska og hægt er, án nokkurrar mismununar. Eðlilegur málþroski skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og er forsenda fyrir því að börn geti notið ýmissa annarra réttinda sinna, svo sem rétt til menntunar og þátttöku í samfélaginu. Þegar barn á í erfiðleikum með að tjá sig getur það haft áhrif á félagsleg tengsl og líðan þess. Ef barn nær ekki góðum tökum á móðurmáli sínu í æsku getur það því takmarkað verulega framtíðarmöguleika þess. Þjónusta talmeinafræðinga skiptir miklu máli fyrir börn sem af einhverjum ástæðum þurfa aðstoð til að ná tökum á tungumálinu. Frá árinu 2007 hefur orðið neikvæð þróun á málefnum umræddra barna. Umboðsmaður barna hefur fengið fjölmargar ábendingar um að greiðslubyrði foreldra vegna talþjálfunar barna hafi aukist mikið og sumir treysta sér ekki til að kaupa þjónustuna þar sem um umtalsverðan kostnað er að ræða. Þessi þróun er óásættanleg að mati umboðsmanns barna, enda er um mikilvæg réttindi barna að ræða. Einungis sex talmeinafræðingar á landinu eru með samning við Sjúkratryggingar Íslands, þar af einn á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim tilvikum sem talmeinafræðingar eru með slíkan samning greiða Sjúkratryggingar Íslands stóran hluta af kostnaðinum, eða 5.584 kr. fyrir hvern tíma en foreldrar greiða 1.396 kr. Þegar talmeinafræðingar eru ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands er hins vegar einungis veittur 2.000. kr. styrkur í fyrstu 25 skiptin sem barn fer til talmeinafræðings á 12 mánaða tímabili en eftir það 4.000 kr. á sama tímabili. Þar sem hver tími hjá talmeinafræðingi utan samnings kostar á bilinu 6.500 til 7.600 kr. er því ljóst að foreldrar þurfa að greiða töluvert háar fjárhæðir fyrir talþjálfun í langflestum tilvikum. Ljóst er að þessi kostnaður getur verið verulega íþyngjandi fyrir foreldra og leiðir til þess að mörg ofangreindra barna fá ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Börnum er því mismunað að þessu leyti eftir efnahag foreldra, en það er ekki í samræmi við 2. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börn eru viðkvæmur þjóðfélagshópur sem þarfnast sérstakrar verndar og umönnunar umfram aðra þjóðfélagsþegna. Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Umboðsmaður hefur ítrekað komið ábendingum um nauðsyn þess að tryggja öllum börnum þá talþjálfun sem þau þurfa, meðal annars með bréfum til stjórnvalda, á fundum með ráðherrum, í fjölmiðlum o.fl. Umboðsmaður vinnur nú að gerð skýrslu til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna, sem hefur eftirlit með framkvæmd Íslands á Barnasáttmálanum. Vegna þeirrar vinnu hefur umboðsmaður fundað með ráðherrum og notað tækifærið til að minna á þetta alvarlega mál. Allir virðast sammála um að þörf sé á úrbótum. Þar sem orð eru til alls fyrst vonar umboðsmaður barna að breytinga sé að vænta í þessum málaflokki og að börnum verði tryggð sú þjónusta sem þau eiga rétt á.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun