Hostel-framleiðandi vinnur að íslenskri glæpamynd 22. mars 2010 06:00 Spenntir Stefán Máni og Óskar Þór geta vart beðið eftir því að tökur á kvikmyndinni Svartur á leik hefjist. Myndin er gerði eftir samnefndri bók Stefáns en það eru þeir Þorvaldur Davíð og Jóhannes Haukur sem leika aðalhlutverkin. Fréttablaðið/Valli Chris Biggs, einn af framleiðendum hryllingsmyndanna Hostel eftir Eli Roth, verður einn af framleiðendum íslensku glæpamyndarinnar Svartur á leik sem byggð er á samnefndri bók Stefáns Mána. Danski kvikmyndaleikstjórinn Nicholas Winding Refn verður einnig einn af framleiðendum myndarinnar en hann er hvað þekktastur fyrir undirheimamyndir sínar Pusher sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þórir Snær Sigurjónsson hjá ZikZak er náin vinur Refn en Þórir framleiddi Valhalla-mynd leikstjórans sem skartaði Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Að sögn Óskars Þór Axelssonar, leikstjóra myndarinnar og handritshöfundarins, er það mikill fengur fyrir myndina að fá þessa tvo aðila til liðs við myndina. „Biggs er mikill Íslandsvinur, kemur hingað reglulega og hreifst af handritinu. Hann hefur sínar hugmyndir um hvernig hún getur verið eins íslensk og mögulegt er,“ segir Óskar þegar Fréttablaðið settist niður með honum og Stefáni Mána. Rithöfundurinn sjálfur var ákaflega spenntur fyrir því að sjá bókina lifna við á hvíta tjaldinu og hann er sáttur við handritið. „Það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast er að bókin er ekki eins og kvikmyndin og kvikmyndin er ekki eins og bókin. Sá sem hefur lesið bókina er því ekki búin að sjá kvikmyndina og svo öfugt,“ segir Stefán. Óskar segir stefnt á tökur um miðjan júlí en eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun Þorvaldur Davíð Kristjánsson koma beint úr námi sínu við Julliard-skólann í New York og leika aðalhlutverkið, sjálfan Stebba Sækó. Jóhannes Haukur Jóhannesson mun síðan leika dyravörðinn Tóta, hrottann ógurlega. „Hann þarf að leggja mikið á sig líkamlega, taka vel á því ræktinni, krúnuraka sig og safna hökutopp. En mér skilst að hann hlakki bara mikið til enda er þetta mesta áskorunin fyrir leikara, að taka svona hlutverk að sér,“ skýtur Stefán inní en það eru framleiðslufyrirtækin Filmus og ZikZak sem standa að gerð myndarinnar. -fgg Íslandsvinir Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Chris Biggs, einn af framleiðendum hryllingsmyndanna Hostel eftir Eli Roth, verður einn af framleiðendum íslensku glæpamyndarinnar Svartur á leik sem byggð er á samnefndri bók Stefáns Mána. Danski kvikmyndaleikstjórinn Nicholas Winding Refn verður einnig einn af framleiðendum myndarinnar en hann er hvað þekktastur fyrir undirheimamyndir sínar Pusher sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þórir Snær Sigurjónsson hjá ZikZak er náin vinur Refn en Þórir framleiddi Valhalla-mynd leikstjórans sem skartaði Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Að sögn Óskars Þór Axelssonar, leikstjóra myndarinnar og handritshöfundarins, er það mikill fengur fyrir myndina að fá þessa tvo aðila til liðs við myndina. „Biggs er mikill Íslandsvinur, kemur hingað reglulega og hreifst af handritinu. Hann hefur sínar hugmyndir um hvernig hún getur verið eins íslensk og mögulegt er,“ segir Óskar þegar Fréttablaðið settist niður með honum og Stefáni Mána. Rithöfundurinn sjálfur var ákaflega spenntur fyrir því að sjá bókina lifna við á hvíta tjaldinu og hann er sáttur við handritið. „Það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast er að bókin er ekki eins og kvikmyndin og kvikmyndin er ekki eins og bókin. Sá sem hefur lesið bókina er því ekki búin að sjá kvikmyndina og svo öfugt,“ segir Stefán. Óskar segir stefnt á tökur um miðjan júlí en eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun Þorvaldur Davíð Kristjánsson koma beint úr námi sínu við Julliard-skólann í New York og leika aðalhlutverkið, sjálfan Stebba Sækó. Jóhannes Haukur Jóhannesson mun síðan leika dyravörðinn Tóta, hrottann ógurlega. „Hann þarf að leggja mikið á sig líkamlega, taka vel á því ræktinni, krúnuraka sig og safna hökutopp. En mér skilst að hann hlakki bara mikið til enda er þetta mesta áskorunin fyrir leikara, að taka svona hlutverk að sér,“ skýtur Stefán inní en það eru framleiðslufyrirtækin Filmus og ZikZak sem standa að gerð myndarinnar. -fgg
Íslandsvinir Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira