Umfjöllun: Meistararnir of sterkir fyrir Fjölni í lokin Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2010 22:01 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Vilhelm Í kvöld heimsóttu Fjölnismenn Íslandsmeistara KR í DHL-höllina í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Mikil spenna var allt til loka en KR-ingar kláruðu Fjölni í lok síðasta leikhluta og lokatölur, 80-75. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá meisturunum og þeir fundu ekki strax taktinn. Lentu í villuvandræðum og vantaði meiri grimmd. Tommy Johnson var ekki að hitta fyrir utan og það átti eftir að ræsa Pavel Ermolinskij í gang. Aftur á móti voru gestirnir í Fjölni mun sprækari og leiddu fyrsta leikhluta. Christopher Smith var í aðalhlutverki, bæði í vörn og sókn og smitaði frá sér og Fjölnis-liðið virkaði vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 14-17. Það var útlit fyrir að heimamenn ætluðu ekki að leyfa Fjölnismönnum að leiða leikinn neitt mikið lengur og miklu meiri stemning í liðinu í öðrum leikhluta. Leikurinn jafnaðist strax í upphafi og það var líkt og meistararnir væru vaknaðir. Gestirnir í Fjölni voru ekki alveg á því að láta leikinn í hendurnar á heimamönnum og svöruðu grimmt. Arnþór Freyr Guðmundsson átti mikilvæga körfu undir lok annars leikhluta og kom Fjölni yfir á nýjan leik. Cristopher Smith í formi með þrettán stig og Fjölnir leiddi í hálfleik, 35-37. Þriðji leikhlutinn var mikil spenna. Það var hnífjafnt og bæði lið að spila góðan sóknarleik, en gestirnir voru þó alltaf skrefinu á undan. Brynjar Þór Björnsson minnti á sig og setti tvo þrista. Finnur Atli Magnússon lærði af honum, setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu og meistararnir loks með forystuna. Sama sagan hélt áfram og Fjölnir héldu áfram að spila frábærlega. Engin breyting varð á í lok þriðja leikhluta, Gestirnir leiddu, staðan 56-57 í stórskemmtilegum leik. Fjölnir spiluðu sinn leik áfram, með meistarana brjálaða og hungraða í að styrkja stöðu sína enn frekar á toppnum. Spennan var gríðarleg í höllinni allt fram til loka. Darri Hilmarsson var frábær í leiknum og var heldur betur mikilvægur í lok leiksins. Darri var með sex stig í röð og minnkaði stöðuna í eitt stig þegar tvær mínútur lifðu eftir á klukkunni. KR-ingar unnu boltann í kjölfarið og komust yfir eftir langa bið. Því miður fyrir gestina þá varð ákveðið reynsluleysi Fjölni að falli og þeir virtust ekki höndla pressuna í lokin eftir að liðið hafði spilað frábærlega mest allan leikinn. Lokatölur sem fyrr segir, 80-75, í bráðskemmtilegum leik. Darri Hilmarsson fór mikinn í liðið heimamanna, var kraftmikill og lykillinn að sigri meistaranna þetta kvöldið. Darri var stigahæstur með tuttugu og tvö stig. Steig upp meðan að aðrir lykilmenn létu lítið fyrir sér fara og kláraði leikinn. Cristopher Smith var stigahæstur í liði Fjölnis með tuttugu og átta stig en hann var allt í öllu hjá gestunum en því miður dugði það ekki að þessu sinni fyrir Fjölnis-menn. Dominos-deild karla Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
Í kvöld heimsóttu Fjölnismenn Íslandsmeistara KR í DHL-höllina í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Mikil spenna var allt til loka en KR-ingar kláruðu Fjölni í lok síðasta leikhluta og lokatölur, 80-75. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá meisturunum og þeir fundu ekki strax taktinn. Lentu í villuvandræðum og vantaði meiri grimmd. Tommy Johnson var ekki að hitta fyrir utan og það átti eftir að ræsa Pavel Ermolinskij í gang. Aftur á móti voru gestirnir í Fjölni mun sprækari og leiddu fyrsta leikhluta. Christopher Smith var í aðalhlutverki, bæði í vörn og sókn og smitaði frá sér og Fjölnis-liðið virkaði vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 14-17. Það var útlit fyrir að heimamenn ætluðu ekki að leyfa Fjölnismönnum að leiða leikinn neitt mikið lengur og miklu meiri stemning í liðinu í öðrum leikhluta. Leikurinn jafnaðist strax í upphafi og það var líkt og meistararnir væru vaknaðir. Gestirnir í Fjölni voru ekki alveg á því að láta leikinn í hendurnar á heimamönnum og svöruðu grimmt. Arnþór Freyr Guðmundsson átti mikilvæga körfu undir lok annars leikhluta og kom Fjölni yfir á nýjan leik. Cristopher Smith í formi með þrettán stig og Fjölnir leiddi í hálfleik, 35-37. Þriðji leikhlutinn var mikil spenna. Það var hnífjafnt og bæði lið að spila góðan sóknarleik, en gestirnir voru þó alltaf skrefinu á undan. Brynjar Þór Björnsson minnti á sig og setti tvo þrista. Finnur Atli Magnússon lærði af honum, setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu og meistararnir loks með forystuna. Sama sagan hélt áfram og Fjölnir héldu áfram að spila frábærlega. Engin breyting varð á í lok þriðja leikhluta, Gestirnir leiddu, staðan 56-57 í stórskemmtilegum leik. Fjölnir spiluðu sinn leik áfram, með meistarana brjálaða og hungraða í að styrkja stöðu sína enn frekar á toppnum. Spennan var gríðarleg í höllinni allt fram til loka. Darri Hilmarsson var frábær í leiknum og var heldur betur mikilvægur í lok leiksins. Darri var með sex stig í röð og minnkaði stöðuna í eitt stig þegar tvær mínútur lifðu eftir á klukkunni. KR-ingar unnu boltann í kjölfarið og komust yfir eftir langa bið. Því miður fyrir gestina þá varð ákveðið reynsluleysi Fjölni að falli og þeir virtust ekki höndla pressuna í lokin eftir að liðið hafði spilað frábærlega mest allan leikinn. Lokatölur sem fyrr segir, 80-75, í bráðskemmtilegum leik. Darri Hilmarsson fór mikinn í liðið heimamanna, var kraftmikill og lykillinn að sigri meistaranna þetta kvöldið. Darri var stigahæstur með tuttugu og tvö stig. Steig upp meðan að aðrir lykilmenn létu lítið fyrir sér fara og kláraði leikinn. Cristopher Smith var stigahæstur í liði Fjölnis með tuttugu og átta stig en hann var allt í öllu hjá gestunum en því miður dugði það ekki að þessu sinni fyrir Fjölnis-menn.
Dominos-deild karla Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Í beinni: Newcastle United - Liverpool | Úrslitaleikur á Wembley Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fleiri fréttir Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga