Umfjöllun: Meistararnir of sterkir fyrir Fjölni í lokin Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2010 22:01 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Vilhelm Í kvöld heimsóttu Fjölnismenn Íslandsmeistara KR í DHL-höllina í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Mikil spenna var allt til loka en KR-ingar kláruðu Fjölni í lok síðasta leikhluta og lokatölur, 80-75. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá meisturunum og þeir fundu ekki strax taktinn. Lentu í villuvandræðum og vantaði meiri grimmd. Tommy Johnson var ekki að hitta fyrir utan og það átti eftir að ræsa Pavel Ermolinskij í gang. Aftur á móti voru gestirnir í Fjölni mun sprækari og leiddu fyrsta leikhluta. Christopher Smith var í aðalhlutverki, bæði í vörn og sókn og smitaði frá sér og Fjölnis-liðið virkaði vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 14-17. Það var útlit fyrir að heimamenn ætluðu ekki að leyfa Fjölnismönnum að leiða leikinn neitt mikið lengur og miklu meiri stemning í liðinu í öðrum leikhluta. Leikurinn jafnaðist strax í upphafi og það var líkt og meistararnir væru vaknaðir. Gestirnir í Fjölni voru ekki alveg á því að láta leikinn í hendurnar á heimamönnum og svöruðu grimmt. Arnþór Freyr Guðmundsson átti mikilvæga körfu undir lok annars leikhluta og kom Fjölni yfir á nýjan leik. Cristopher Smith í formi með þrettán stig og Fjölnir leiddi í hálfleik, 35-37. Þriðji leikhlutinn var mikil spenna. Það var hnífjafnt og bæði lið að spila góðan sóknarleik, en gestirnir voru þó alltaf skrefinu á undan. Brynjar Þór Björnsson minnti á sig og setti tvo þrista. Finnur Atli Magnússon lærði af honum, setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu og meistararnir loks með forystuna. Sama sagan hélt áfram og Fjölnir héldu áfram að spila frábærlega. Engin breyting varð á í lok þriðja leikhluta, Gestirnir leiddu, staðan 56-57 í stórskemmtilegum leik. Fjölnir spiluðu sinn leik áfram, með meistarana brjálaða og hungraða í að styrkja stöðu sína enn frekar á toppnum. Spennan var gríðarleg í höllinni allt fram til loka. Darri Hilmarsson var frábær í leiknum og var heldur betur mikilvægur í lok leiksins. Darri var með sex stig í röð og minnkaði stöðuna í eitt stig þegar tvær mínútur lifðu eftir á klukkunni. KR-ingar unnu boltann í kjölfarið og komust yfir eftir langa bið. Því miður fyrir gestina þá varð ákveðið reynsluleysi Fjölni að falli og þeir virtust ekki höndla pressuna í lokin eftir að liðið hafði spilað frábærlega mest allan leikinn. Lokatölur sem fyrr segir, 80-75, í bráðskemmtilegum leik. Darri Hilmarsson fór mikinn í liðið heimamanna, var kraftmikill og lykillinn að sigri meistaranna þetta kvöldið. Darri var stigahæstur með tuttugu og tvö stig. Steig upp meðan að aðrir lykilmenn létu lítið fyrir sér fara og kláraði leikinn. Cristopher Smith var stigahæstur í liði Fjölnis með tuttugu og átta stig en hann var allt í öllu hjá gestunum en því miður dugði það ekki að þessu sinni fyrir Fjölnis-menn. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Í kvöld heimsóttu Fjölnismenn Íslandsmeistara KR í DHL-höllina í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn var frábær skemmtun frá upphafi til enda. Mikil spenna var allt til loka en KR-ingar kláruðu Fjölni í lok síðasta leikhluta og lokatölur, 80-75. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá meisturunum og þeir fundu ekki strax taktinn. Lentu í villuvandræðum og vantaði meiri grimmd. Tommy Johnson var ekki að hitta fyrir utan og það átti eftir að ræsa Pavel Ermolinskij í gang. Aftur á móti voru gestirnir í Fjölni mun sprækari og leiddu fyrsta leikhluta. Christopher Smith var í aðalhlutverki, bæði í vörn og sókn og smitaði frá sér og Fjölnis-liðið virkaði vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var, 14-17. Það var útlit fyrir að heimamenn ætluðu ekki að leyfa Fjölnismönnum að leiða leikinn neitt mikið lengur og miklu meiri stemning í liðinu í öðrum leikhluta. Leikurinn jafnaðist strax í upphafi og það var líkt og meistararnir væru vaknaðir. Gestirnir í Fjölni voru ekki alveg á því að láta leikinn í hendurnar á heimamönnum og svöruðu grimmt. Arnþór Freyr Guðmundsson átti mikilvæga körfu undir lok annars leikhluta og kom Fjölni yfir á nýjan leik. Cristopher Smith í formi með þrettán stig og Fjölnir leiddi í hálfleik, 35-37. Þriðji leikhlutinn var mikil spenna. Það var hnífjafnt og bæði lið að spila góðan sóknarleik, en gestirnir voru þó alltaf skrefinu á undan. Brynjar Þór Björnsson minnti á sig og setti tvo þrista. Finnur Atli Magnússon lærði af honum, setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu og meistararnir loks með forystuna. Sama sagan hélt áfram og Fjölnir héldu áfram að spila frábærlega. Engin breyting varð á í lok þriðja leikhluta, Gestirnir leiddu, staðan 56-57 í stórskemmtilegum leik. Fjölnir spiluðu sinn leik áfram, með meistarana brjálaða og hungraða í að styrkja stöðu sína enn frekar á toppnum. Spennan var gríðarleg í höllinni allt fram til loka. Darri Hilmarsson var frábær í leiknum og var heldur betur mikilvægur í lok leiksins. Darri var með sex stig í röð og minnkaði stöðuna í eitt stig þegar tvær mínútur lifðu eftir á klukkunni. KR-ingar unnu boltann í kjölfarið og komust yfir eftir langa bið. Því miður fyrir gestina þá varð ákveðið reynsluleysi Fjölni að falli og þeir virtust ekki höndla pressuna í lokin eftir að liðið hafði spilað frábærlega mest allan leikinn. Lokatölur sem fyrr segir, 80-75, í bráðskemmtilegum leik. Darri Hilmarsson fór mikinn í liðið heimamanna, var kraftmikill og lykillinn að sigri meistaranna þetta kvöldið. Darri var stigahæstur með tuttugu og tvö stig. Steig upp meðan að aðrir lykilmenn létu lítið fyrir sér fara og kláraði leikinn. Cristopher Smith var stigahæstur í liði Fjölnis með tuttugu og átta stig en hann var allt í öllu hjá gestunum en því miður dugði það ekki að þessu sinni fyrir Fjölnis-menn.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn