Ole Gunnar Solskjaer, fyrrum markaskorari og margfaldur meistari með Manchester United, hefur mikla trú á Ekvador-manninum Antonio Valencia sem kom til United frá Wigan fyrir 16 milljónir punda í sumar.
„Antonio er draumaliðsfélagi sóknarmannsins og hann er líka draumaleikmaður stjórans," sagði Ole Gunnar Solskjaer við Manchester Evening News.
„Hann er vinnusamur og skilar sínu varnarlega. Hann spilar vel fyrir liðinu og er ekki bara mikilvægur þegar hann sækir upp kantinn heldur einnig þegar hann er að pressa boltann," segir Solskjaer.
„Hann er sérstakur af því að hann hefur bæði mikinn hraða og býr yfir góðri sendingartækni. Ég get vel skilið það þegar menn eru að bera hann saman við David Beckham því þeir vinna báðir vel fyrir liðið og þeirra fyrsta markmið er að senda hættulega bolta inn í teiginn," segir Ole Gunnar og bætir við:
„Antonio Valencia getur orðið eins góður og Beckham," sagði Norðmaðurinn sem skoraði ófá mörkin eftir sendingar frá David Beckham.
Solskjaer: Antonio Valencia getur orðið eins góður og Beckham
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

„Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“
Íslenski boltinn

Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs
Íslenski boltinn






