Börsen.dk fjallar um málið og segir að samkvæmt tilkynningunni var það símtal Berlusconi við Angelu Merkel kanslara Þýskalands klukkan eitt í nótt, að staðartíma, sem hjó á hnútinn og olli málamiðlun um neyðaraðstoðina til Grikklands.
„Strax eftir að þau tvö hafði rætt saman útfærði Tremonti (fjármálaráðherra Ítalíu innsk. blm.) eftir skipun frá Berlusconi og í náinni samvinnu við franska samráðherra sinn síðasta fasann í samningunum," segir í tilkynningunni.
„Fyrstu viðbrögð í morgun á mörkuðum í Asíu og Evrópu sýna fram á að evran er í sókn og að björgunaráætluninni hefur verið vel tekið af markaðsöflunum," segir einnig í þessari tilkynningu.
Þá kemur einnig fram að Berlusconi gengdi lykilhlutverki í samkomulagi um að Spánn og Portúgal myndu skera meira niður í fjárlögum sínum.