Ísland er óviðbúið árásum tölvuþrjóta 20. október 2010 03:00 DV.is lenti í tölvuárás. Engar varnir gegn tölvuárásum sem gagn er að eru til staðar hér á landi, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þörf fyrir þær. Tölvuárásir gætu lamað samskipti í gegnum Netið, og jafnvel haft áhrif á hluta símkerfisins. Bæði Póst- og fjarskiptastofnun og Varnarmálastofnun hafa unnið að því að undirbúa uppsetningu slíkra varna. Sá undirbúningur hefur nú að mestu stöðvast þar sem ekkert fé er lagt í varnirnar. Mikil áhersla hefur verið lögð á varnir gegn tölvuárásum á hinum Norðurlöndunum. Íslandi var boðið að þróa varnir samhliða Danmörku. Það var þegið, en Ísland heltist úr lestinni þegar kom að því að fjárfesta í tækjum og ráða og þjálfa starfsmenn. Víða í nágrannalöndunum hafa verið settir upp viðbragðshópar sem hafa það hlutverk að bregðast við hættu á árásum. Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt til að slíkum hópi verði komið á fót hér á landi. „Við teljum fulla ástæðu til að koma upp slíkum viðbragðshópi hérlendis, en það kostar fé sem liggur ekki á lausu," segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Hann segir varnir gegn tölvuárásum geta verið fljótar að borga sig, þar sem þær geti kostað stofnanir og fyrirtæki háar upphæðir. Hrafnkell segir veltuna hjá glæpamönnum sem noti Netið við iðju sína gríðarlega mikla, og þeir noti afar háþróaðan hugbúnað. Tölvuárásir hafa valdið gríðarlegum truflunum bæði í Eistlandi og Georgíu.- bj / Fréttir Innlent Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Engar varnir gegn tölvuárásum sem gagn er að eru til staðar hér á landi, þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þörf fyrir þær. Tölvuárásir gætu lamað samskipti í gegnum Netið, og jafnvel haft áhrif á hluta símkerfisins. Bæði Póst- og fjarskiptastofnun og Varnarmálastofnun hafa unnið að því að undirbúa uppsetningu slíkra varna. Sá undirbúningur hefur nú að mestu stöðvast þar sem ekkert fé er lagt í varnirnar. Mikil áhersla hefur verið lögð á varnir gegn tölvuárásum á hinum Norðurlöndunum. Íslandi var boðið að þróa varnir samhliða Danmörku. Það var þegið, en Ísland heltist úr lestinni þegar kom að því að fjárfesta í tækjum og ráða og þjálfa starfsmenn. Víða í nágrannalöndunum hafa verið settir upp viðbragðshópar sem hafa það hlutverk að bregðast við hættu á árásum. Póst- og fjarskiptastofnun hefur lagt til að slíkum hópi verði komið á fót hér á landi. „Við teljum fulla ástæðu til að koma upp slíkum viðbragðshópi hérlendis, en það kostar fé sem liggur ekki á lausu," segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Hann segir varnir gegn tölvuárásum geta verið fljótar að borga sig, þar sem þær geti kostað stofnanir og fyrirtæki háar upphæðir. Hrafnkell segir veltuna hjá glæpamönnum sem noti Netið við iðju sína gríðarlega mikla, og þeir noti afar háþróaðan hugbúnað. Tölvuárásir hafa valdið gríðarlegum truflunum bæði í Eistlandi og Georgíu.- bj /
Fréttir Innlent Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira