Grindvíkingar tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni eftir 91-78 sigur í undanúrslitaleik Subwaybikars karla í Röstinni í Grindavík í kvöld. Grindavík var með forustuna allan leikinn en ÍR-ingar voru búnir að minnka muninn í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann.
Grindavík var 21-13 yfir eftir fyrsta leikhluta og níu stigum yfir í hálfleik, 50-41. ÍR-ingar unnu þriðja leikhlutann 19-14 og náðu muninum niður í fjögur stig en áttu síðan engin svör við heimamönnum í lokaleikhlutanum.
Þetta verður í fimmta skiptið sem Grindvíkingar spila til úrslita um bikarinn en þeir voru síðasta í Höllinni fyrir fjórum árum þegar þeir unnu sigur á Keflavík. Nú mæta þeir Snæfellingum í úrslitaleiknum sem fer fram 20. febrúar.
Páll Axel Vilbergsson var með 29 stig hjá Grindavík í kvöld og Ómar Sævarsson bætti við 12 stigum og 21 frákasti á móti sínum gömlu félögum. Nemanja Sovic skoraði 28 stig og tók 11 fráköst hjá ÍR.
Grindvíkingar komnir í Höllina eftir sigur á ÍR
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti



Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn