Fórnar öllu fyrir draumastarfið í Bandaríkjunum 29. september 2010 09:00 New york! New York! Líney heldur til New York í lok vikunnar og hefur störf á mánudaginn hjá einu stærsta almannatengslafyrirtæki heims. „Ég er búin að skrifa undir tveggja ára samning. Ég flýg svo út á sunnudaginn og byrja á mánudaginn,“ segir markaðssérfræðingurinn Líney Inga Arnórsdóttir. Líney, sem varð 25 ára gömul í júní, hefur þegið starfstilboð hjá Ketchum, sem er eitt stærsta almannatengslafyrirtæki heims. Allt benti til þess að hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum myndu hindra að hún gæti þegið starfið, en yfirmönnum fyrirtækisins tókst að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að enginn væri hæfari í starfið. „Það gekk upp í þetta skipti. Þeir buðu mér yfirmannsstarf þannig að ég fæ sérstakt landvistarleyfi,“ segir Líney. „Ég er mjög góð í tölfræði, þó að það hljómi fáránlega. Þannig að þeir sögðu að ég væri einhvers konar tölfræðisnillingur.“ Líney starfaði í sumar við skipulagningu You Are in Control-tónlistarráðstefnunnar sem fer fram í Reykjavík um helgina. Hún heldur svo á vit ævintýranna í New York að henni lokinni. Hún útskrifaðist á síðasta ári frá Miami-háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófi í almannatengslum. Líney og átta aðrir útskriftarnemar voru valdir úr hópi 700 umsækjenda í starfsnám hjá Ketchum og að því loknu var henni einni boðið áframhaldandi starf. „Ég lít á þetta sem fjárfestingu í starfsferli mínum,“ segir Líney. „Þetta verður ógeðslega erfitt. Þetta er eitt stærsta almannatengsla-fyrirtæki heims og það eru mörg hundruð manns að keppa um hverja stöðu. Ég þurfti að fórna öllu til að fá stöðuna.“ Líney er ekki að ýkja enda eru viðskiptavinir fyrirtækisins risar á borð við Kodak, FedEx, IKEA, Nokia og Rússland. „Ég er í alvörunni að fara að vinna með pressuvél Pútíns, sem er svolítið klikkað,“ segir Líney að lokum í laufléttum dúr. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
„Ég er búin að skrifa undir tveggja ára samning. Ég flýg svo út á sunnudaginn og byrja á mánudaginn,“ segir markaðssérfræðingurinn Líney Inga Arnórsdóttir. Líney, sem varð 25 ára gömul í júní, hefur þegið starfstilboð hjá Ketchum, sem er eitt stærsta almannatengslafyrirtæki heims. Allt benti til þess að hertar innflytjendareglur í Bandaríkjunum myndu hindra að hún gæti þegið starfið, en yfirmönnum fyrirtækisins tókst að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að enginn væri hæfari í starfið. „Það gekk upp í þetta skipti. Þeir buðu mér yfirmannsstarf þannig að ég fæ sérstakt landvistarleyfi,“ segir Líney. „Ég er mjög góð í tölfræði, þó að það hljómi fáránlega. Þannig að þeir sögðu að ég væri einhvers konar tölfræðisnillingur.“ Líney starfaði í sumar við skipulagningu You Are in Control-tónlistarráðstefnunnar sem fer fram í Reykjavík um helgina. Hún heldur svo á vit ævintýranna í New York að henni lokinni. Hún útskrifaðist á síðasta ári frá Miami-háskóla í Bandaríkjunum með hæstu einkunn á MA-prófi í almannatengslum. Líney og átta aðrir útskriftarnemar voru valdir úr hópi 700 umsækjenda í starfsnám hjá Ketchum og að því loknu var henni einni boðið áframhaldandi starf. „Ég lít á þetta sem fjárfestingu í starfsferli mínum,“ segir Líney. „Þetta verður ógeðslega erfitt. Þetta er eitt stærsta almannatengsla-fyrirtæki heims og það eru mörg hundruð manns að keppa um hverja stöðu. Ég þurfti að fórna öllu til að fá stöðuna.“ Líney er ekki að ýkja enda eru viðskiptavinir fyrirtækisins risar á borð við Kodak, FedEx, IKEA, Nokia og Rússland. „Ég er í alvörunni að fara að vinna með pressuvél Pútíns, sem er svolítið klikkað,“ segir Líney að lokum í laufléttum dúr. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira