Venesúela, Kúba… Ísland? Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 06:00 Grein mín á Pressunni sem bar heitið Venesúela og Kúba fór fyrir brjóstið blaðamanninum Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og gerði hann hana að umtalsefni á síðum blaðsins í dálknum Frá degi til dags. Í greininni rakti ég ýmislegt sem ríkisstjórnin hefur gert sem er þess eðlis að ætti frekar heima í erlendum fréttum frá þessum löndum heldur en sem fréttir frá Íslandi. Blaðamaðurinn tilgreindi eitt dæmi sem ég nefndi sem gæti að hans áliti alls ekki átt við Venesúelu og Kúbu en það er þegar íslenski utanríkisráðherrann gekk í að kenna stækkunarstjóra ESB Evrópufræði, þegar hinn síðarnefndi benti Íslendingum á að þeir gætu ekki fengið varanlegar undanþágur frá lögum ESB. Utanríkisráðherrann okkar fór yfir það með stækkunarstjóranum, þetta væri tóm vitleysa hjá honum. Hann sjálfur vissi betur. Það sem meira var, þetta þótti ekki fréttnæmt hjá íslenskum fjölmiðlum! Það er umhugsunarefni. Er það ekki frétt að stækkunarstjóri ESB veit ekki meira um stækkunarferli ESB en raun ber vitni? Þetta á ekki einungis við stækkunarstjórann heldur alla þá forystumenn sem hafa tjáð sig um þessi mál! Fréttin hlýtur að vera að við Íslendingar, stjórnmálamenn, fræðimenn og fjölmiðlafólk vitum betur en þetta fólk. Á Kúbu og Venesúela eru fjölmiðlar og háskólasamfélagið nátengd stjórnvöldum og halda að almenningi upplýsingum sem er stjórnvöldum þóknanleg. Ef einhverjir, t.d. útlendingar koma fram með sín sjónarmið sem ekki eru í anda rétttrúnaðarins þá mun enginn samsinna því þvert á móti eru viðkomandi viðhorf eða staðreyndir afgreidd eins og hver önnur þvæla. Í þessum ríkjum eru fræðimenn á beinu framfæri stjórnvalda og fá dúsur eftir því hversu mikið þeir mæra viðkomandi stjórnvöld. Stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn halda því samviskusamlega rétttrúnaðinum að almenningi. Getur verið að þetta eigi við Ísland? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðanir Skoðun Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Grein mín á Pressunni sem bar heitið Venesúela og Kúba fór fyrir brjóstið blaðamanninum Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og gerði hann hana að umtalsefni á síðum blaðsins í dálknum Frá degi til dags. Í greininni rakti ég ýmislegt sem ríkisstjórnin hefur gert sem er þess eðlis að ætti frekar heima í erlendum fréttum frá þessum löndum heldur en sem fréttir frá Íslandi. Blaðamaðurinn tilgreindi eitt dæmi sem ég nefndi sem gæti að hans áliti alls ekki átt við Venesúelu og Kúbu en það er þegar íslenski utanríkisráðherrann gekk í að kenna stækkunarstjóra ESB Evrópufræði, þegar hinn síðarnefndi benti Íslendingum á að þeir gætu ekki fengið varanlegar undanþágur frá lögum ESB. Utanríkisráðherrann okkar fór yfir það með stækkunarstjóranum, þetta væri tóm vitleysa hjá honum. Hann sjálfur vissi betur. Það sem meira var, þetta þótti ekki fréttnæmt hjá íslenskum fjölmiðlum! Það er umhugsunarefni. Er það ekki frétt að stækkunarstjóri ESB veit ekki meira um stækkunarferli ESB en raun ber vitni? Þetta á ekki einungis við stækkunarstjórann heldur alla þá forystumenn sem hafa tjáð sig um þessi mál! Fréttin hlýtur að vera að við Íslendingar, stjórnmálamenn, fræðimenn og fjölmiðlafólk vitum betur en þetta fólk. Á Kúbu og Venesúela eru fjölmiðlar og háskólasamfélagið nátengd stjórnvöldum og halda að almenningi upplýsingum sem er stjórnvöldum þóknanleg. Ef einhverjir, t.d. útlendingar koma fram með sín sjónarmið sem ekki eru í anda rétttrúnaðarins þá mun enginn samsinna því þvert á móti eru viðkomandi viðhorf eða staðreyndir afgreidd eins og hver önnur þvæla. Í þessum ríkjum eru fræðimenn á beinu framfæri stjórnvalda og fá dúsur eftir því hversu mikið þeir mæra viðkomandi stjórnvöld. Stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn halda því samviskusamlega rétttrúnaðinum að almenningi. Getur verið að þetta eigi við Ísland?
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar