Venesúela, Kúba… Ísland? Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 06:00 Grein mín á Pressunni sem bar heitið Venesúela og Kúba fór fyrir brjóstið blaðamanninum Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og gerði hann hana að umtalsefni á síðum blaðsins í dálknum Frá degi til dags. Í greininni rakti ég ýmislegt sem ríkisstjórnin hefur gert sem er þess eðlis að ætti frekar heima í erlendum fréttum frá þessum löndum heldur en sem fréttir frá Íslandi. Blaðamaðurinn tilgreindi eitt dæmi sem ég nefndi sem gæti að hans áliti alls ekki átt við Venesúelu og Kúbu en það er þegar íslenski utanríkisráðherrann gekk í að kenna stækkunarstjóra ESB Evrópufræði, þegar hinn síðarnefndi benti Íslendingum á að þeir gætu ekki fengið varanlegar undanþágur frá lögum ESB. Utanríkisráðherrann okkar fór yfir það með stækkunarstjóranum, þetta væri tóm vitleysa hjá honum. Hann sjálfur vissi betur. Það sem meira var, þetta þótti ekki fréttnæmt hjá íslenskum fjölmiðlum! Það er umhugsunarefni. Er það ekki frétt að stækkunarstjóri ESB veit ekki meira um stækkunarferli ESB en raun ber vitni? Þetta á ekki einungis við stækkunarstjórann heldur alla þá forystumenn sem hafa tjáð sig um þessi mál! Fréttin hlýtur að vera að við Íslendingar, stjórnmálamenn, fræðimenn og fjölmiðlafólk vitum betur en þetta fólk. Á Kúbu og Venesúela eru fjölmiðlar og háskólasamfélagið nátengd stjórnvöldum og halda að almenningi upplýsingum sem er stjórnvöldum þóknanleg. Ef einhverjir, t.d. útlendingar koma fram með sín sjónarmið sem ekki eru í anda rétttrúnaðarins þá mun enginn samsinna því þvert á móti eru viðkomandi viðhorf eða staðreyndir afgreidd eins og hver önnur þvæla. Í þessum ríkjum eru fræðimenn á beinu framfæri stjórnvalda og fá dúsur eftir því hversu mikið þeir mæra viðkomandi stjórnvöld. Stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn halda því samviskusamlega rétttrúnaðinum að almenningi. Getur verið að þetta eigi við Ísland? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Grein mín á Pressunni sem bar heitið Venesúela og Kúba fór fyrir brjóstið blaðamanninum Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og gerði hann hana að umtalsefni á síðum blaðsins í dálknum Frá degi til dags. Í greininni rakti ég ýmislegt sem ríkisstjórnin hefur gert sem er þess eðlis að ætti frekar heima í erlendum fréttum frá þessum löndum heldur en sem fréttir frá Íslandi. Blaðamaðurinn tilgreindi eitt dæmi sem ég nefndi sem gæti að hans áliti alls ekki átt við Venesúelu og Kúbu en það er þegar íslenski utanríkisráðherrann gekk í að kenna stækkunarstjóra ESB Evrópufræði, þegar hinn síðarnefndi benti Íslendingum á að þeir gætu ekki fengið varanlegar undanþágur frá lögum ESB. Utanríkisráðherrann okkar fór yfir það með stækkunarstjóranum, þetta væri tóm vitleysa hjá honum. Hann sjálfur vissi betur. Það sem meira var, þetta þótti ekki fréttnæmt hjá íslenskum fjölmiðlum! Það er umhugsunarefni. Er það ekki frétt að stækkunarstjóri ESB veit ekki meira um stækkunarferli ESB en raun ber vitni? Þetta á ekki einungis við stækkunarstjórann heldur alla þá forystumenn sem hafa tjáð sig um þessi mál! Fréttin hlýtur að vera að við Íslendingar, stjórnmálamenn, fræðimenn og fjölmiðlafólk vitum betur en þetta fólk. Á Kúbu og Venesúela eru fjölmiðlar og háskólasamfélagið nátengd stjórnvöldum og halda að almenningi upplýsingum sem er stjórnvöldum þóknanleg. Ef einhverjir, t.d. útlendingar koma fram með sín sjónarmið sem ekki eru í anda rétttrúnaðarins þá mun enginn samsinna því þvert á móti eru viðkomandi viðhorf eða staðreyndir afgreidd eins og hver önnur þvæla. Í þessum ríkjum eru fræðimenn á beinu framfæri stjórnvalda og fá dúsur eftir því hversu mikið þeir mæra viðkomandi stjórnvöld. Stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn halda því samviskusamlega rétttrúnaðinum að almenningi. Getur verið að þetta eigi við Ísland?
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar