Um hundrað manns reknir til Rúmeníu 20. ágúst 2010 01:00 Brottflutningur Nærri hundrað manns voru sendir með tveimur flugvélum til Rúmeníu frá Frakklandi í gær.nordicphotos/AFP Frönsk stjórnvöld sendu í gær nærri hundrað manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólöglega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vikurnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu. Þótt lög Evrópusambandsins heimili frjálsa för fólks milli landa geta stjórnvöld rekið fólk aftur til síns heimalands ef það getur ekki sýnt fram á að hafa næg peningaráð til eigin framfærslu í dvalarlandinu. Alexandre Le Cleve, talsmaður samtaka rómafólksins í Evrópu, segir brottvísanirnar frá Frakklandi gersamlega tilgangslausar. „Þeir sem fóru í morgun geta tekið flugvél strax í kvöld og komið aftur til Frakklands. Það er ekkert sem hindrar það,“ sagði hann. „Auðvitað kemur þetta fólk aftur,“ bætti hann við. „Sumir rómar hafa verið sendir til baka sjö eða átta sinnum, og hafa í hvert sinn fengið hinar frægu 300 evrur.“ Þar vísar hann til þess að Frakkar láta hvern fullorðinn einstakling, sem fer úr landi af fúsum og frjálsum vilja, fá 300 evrur til að koma undir sig fótunum í heimalandinu. Börn fá hundrað evrur. „Ég fer aftur eftir tvær vikur,“ sagði einn hinna brottfluttu, Adrian Paraipan, 37 ára karlmaður sem var sendur með fluginu til Rúmeníu í gær ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Le Cleve bendir á að brottvísanir sígaunanna hækki tölur um árlegar brottvísanir útlendinga frá Frakklandi. Stjórnvöld birta þær tölur árlega og stæra sig af árangrinum, sem á að sýna staðfestu þeirra í baráttunni gegn glæpastarfsemi útlendinga í landinu. Erlendir sígaunar sjást oft betla á götum í Frakklandi, eins og víðar í Evrópu. Oft eru lítil börn með þeim og margir Frakkar líta þetta hornauga. Sarkozy forseti hefur lagt áherslu á tengsl rómafólksins við glæpi. Í ræðu sinni 28. júlí sagði hann búðir sígauna gróðrarstíu vændis, mansals og kynferðisglæpa gegn börnum. Hann lofaði því við uppræta ólöglegar búðir sígauna, þær yrðu „kerfisbundið rýmdar“. Síðan hafa stjórnvöld rýmt um fimmtíu búðir og eru enn að. Traian Basescu, forseti Rúmeníu, sagðist hafa fullan skilning á þeim vanda, sem búðir rómafólks í sveitum Frakklands skapi og hét því að vinna með Frökkum að því að finna lausn á þessum vanda. Hins vegar stóð hann fastur á því að allir íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafi fullan rétt til að ferðast frjálsir innan Evrópusambandsins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Frönsk stjórnvöld sendu í gær nærri hundrað manns til Rúmeníu. Allt voru þetta sígaunar, eða rómar eins og þeir kalla sig sjálfir, sem að mati franskra stjórnvalda dvöldu ólöglega í Frakklandi. Frakkar segjast ætla að senda fleiri þeirra úr landi næstu vikurnar, flesta til Rúmeníu en suma til Búlgaríu. Þótt lög Evrópusambandsins heimili frjálsa för fólks milli landa geta stjórnvöld rekið fólk aftur til síns heimalands ef það getur ekki sýnt fram á að hafa næg peningaráð til eigin framfærslu í dvalarlandinu. Alexandre Le Cleve, talsmaður samtaka rómafólksins í Evrópu, segir brottvísanirnar frá Frakklandi gersamlega tilgangslausar. „Þeir sem fóru í morgun geta tekið flugvél strax í kvöld og komið aftur til Frakklands. Það er ekkert sem hindrar það,“ sagði hann. „Auðvitað kemur þetta fólk aftur,“ bætti hann við. „Sumir rómar hafa verið sendir til baka sjö eða átta sinnum, og hafa í hvert sinn fengið hinar frægu 300 evrur.“ Þar vísar hann til þess að Frakkar láta hvern fullorðinn einstakling, sem fer úr landi af fúsum og frjálsum vilja, fá 300 evrur til að koma undir sig fótunum í heimalandinu. Börn fá hundrað evrur. „Ég fer aftur eftir tvær vikur,“ sagði einn hinna brottfluttu, Adrian Paraipan, 37 ára karlmaður sem var sendur með fluginu til Rúmeníu í gær ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Le Cleve bendir á að brottvísanir sígaunanna hækki tölur um árlegar brottvísanir útlendinga frá Frakklandi. Stjórnvöld birta þær tölur árlega og stæra sig af árangrinum, sem á að sýna staðfestu þeirra í baráttunni gegn glæpastarfsemi útlendinga í landinu. Erlendir sígaunar sjást oft betla á götum í Frakklandi, eins og víðar í Evrópu. Oft eru lítil börn með þeim og margir Frakkar líta þetta hornauga. Sarkozy forseti hefur lagt áherslu á tengsl rómafólksins við glæpi. Í ræðu sinni 28. júlí sagði hann búðir sígauna gróðrarstíu vændis, mansals og kynferðisglæpa gegn börnum. Hann lofaði því við uppræta ólöglegar búðir sígauna, þær yrðu „kerfisbundið rýmdar“. Síðan hafa stjórnvöld rýmt um fimmtíu búðir og eru enn að. Traian Basescu, forseti Rúmeníu, sagðist hafa fullan skilning á þeim vanda, sem búðir rómafólks í sveitum Frakklands skapi og hét því að vinna með Frökkum að því að finna lausn á þessum vanda. Hins vegar stóð hann fastur á því að allir íbúar aðildarríkja Evrópusambandsins hafi fullan rétt til að ferðast frjálsir innan Evrópusambandsins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent