Sjálfstæðismenn fá fjóra menn miðað við fyrstu tölur í Mosfellsbæ og Vinstri grænir ná inn einum manni. Þessir flokkar voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili en nú nær Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta í bænum. M-listinn nær inn einum manni og það gerir Samfylkingin einnig. Framsóknarmenn missa hinsvegar sinn mann og ná ekki fulltrúa í bæjarstjórn.
Lokatölur í Mosfellsbæ: D-listi með hreinan meirihluta
