Erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann 31. maí 2010 03:00 „Á miðvikudaginn bjóst ég við að þetta færi svona. Þá datt af mér stressið og ég beið rólegur eftir kjördegi. Ég bjóst hins vegar ekki við þessu í janúar þegar ég ákvað að fara í þriðja sætið. Þá ætluðum við að vinna stórsigur og ná þeim gamla inn." Þetta segir Oddur Helgi Halldórsson, forvígismaður L-listans sem fékk meirihluta bæjarfulltrúa á Akureyri, sex af ellefu. Oddur telur margt hafa stuðlað að stórsigri L-listans. Almenn útbreidd andúð á fjórflokkunum hafi hjálpað til, auk góðra stefnumála L-listans. Sú pólitík sem hann hafi stundað í gegnum árin hafi líka haft sitt að segja. „Mín störf eru þekkt. Ég stend fyrir heiðarleika og er sjálfum mér samkvæmur." Hann segir að meðal fyrstu verka verði að auglýsa eftir bæjarstjóra, auk þess sem líklega verði ráðist í aðgerðir til að mæta miklu atvinnuleysi í bænum. Ekki standi til að ráðast í stórkostlegar breytingar á fyrstu dögunum. „Við erum skynsöm og ætlum ekki að ráðast inn í ráðhúsið með hausinn á undan okkur og ryðja til borðum og stólum. Við förum varlega í hlutina. Við erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann." Geir Kristinn Aðalsteinsson, sem skipaði fyrsta sæti L-listans, þakkar vandaðri og málefnalegri kosningabaráttu árangurinn. Hann hrósar líka öllu því fólki sem kom að verki. Það hafi lagt mjög hart að sér undanfarnar vikur og mánuði. Geir segir L-lista fólk vera samvinnufólk. Ekki standi til að einoka eitt né neitt heldur verði horft til samvinnu með öðrum flokkum. Kosningar 2010 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
„Á miðvikudaginn bjóst ég við að þetta færi svona. Þá datt af mér stressið og ég beið rólegur eftir kjördegi. Ég bjóst hins vegar ekki við þessu í janúar þegar ég ákvað að fara í þriðja sætið. Þá ætluðum við að vinna stórsigur og ná þeim gamla inn." Þetta segir Oddur Helgi Halldórsson, forvígismaður L-listans sem fékk meirihluta bæjarfulltrúa á Akureyri, sex af ellefu. Oddur telur margt hafa stuðlað að stórsigri L-listans. Almenn útbreidd andúð á fjórflokkunum hafi hjálpað til, auk góðra stefnumála L-listans. Sú pólitík sem hann hafi stundað í gegnum árin hafi líka haft sitt að segja. „Mín störf eru þekkt. Ég stend fyrir heiðarleika og er sjálfum mér samkvæmur." Hann segir að meðal fyrstu verka verði að auglýsa eftir bæjarstjóra, auk þess sem líklega verði ráðist í aðgerðir til að mæta miklu atvinnuleysi í bænum. Ekki standi til að ráðast í stórkostlegar breytingar á fyrstu dögunum. „Við erum skynsöm og ætlum ekki að ráðast inn í ráðhúsið með hausinn á undan okkur og ryðja til borðum og stólum. Við förum varlega í hlutina. Við erum að þessu fyrir fólkið en ekki listann." Geir Kristinn Aðalsteinsson, sem skipaði fyrsta sæti L-listans, þakkar vandaðri og málefnalegri kosningabaráttu árangurinn. Hann hrósar líka öllu því fólki sem kom að verki. Það hafi lagt mjög hart að sér undanfarnar vikur og mánuði. Geir segir L-lista fólk vera samvinnufólk. Ekki standi til að einoka eitt né neitt heldur verði horft til samvinnu með öðrum flokkum.
Kosningar 2010 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira