Brasilíumaðurinn Kaka hefur ekkert spilað með Real Madrid á þessu tímabili vegna hnéaðgerðar sem hann gekkst undir í sumar. Hann er þó farinn að geta æft með félögum sínum á nýjan leik.
„Læknar félagsins og þrekþjálfarinn Carlos Lalin fylgjast með hverju skrefi hans. Endurhæfing hans er komin á næsta stig," segir í tilkynningu á opinberri vefsíðu Real Madrid.
„Hann fann ekki fyrir neinum óþægindum á æfingunni. Honum var óskað til hamingju af liðsfélögum og þjálfurum sem vita að hann er nú skrefi nær því að snúa aftur á völlinn."